Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hugmyndir að huggulegri aðventu
Mynd / BGK
Matarkrókurinn 13. desember 2021

Hugmyndir að huggulegri aðventu

Höfundur: Bjarni Gunnar Kristinsson

Þriðji í aðventu var á sunnudaginn og við hæfi að gefa svolítinn forsmekk að jólunum.

Laxakrans
 • 400 g sneiddur grafinn eða reyktur lax
 • Extra virgin ólífuolía, til að setja yfir
 • Sýrður rjómi eða graflaxsósa
 • Glútenlaust kex eða skorpulaust þunnt ristað brauð, til að bera fram

Það getur verið einföld lausn að skera lax þunnt og raða saman í jólakrans og svo skreyta með jurtum og salati til að borða í jólaundirbúningnum.

Jólabrauðsneiðar

Notaðu afganga af einhverjum jólalegum mat eða keyptu niðursneitt álegg til að komast í aðventuandann og til að búa til fullkomnar samlokur eða smurbrauð.

Setjið majónes, í stað smjörs, á brauðið og steikið á þeirri hlið í stað þess að rista. Raðið skinku, osti eins og brie, sýrðum rjóma með piparrót eða sósu að eigin val og skreytið með jólalegu meðlæti.

 • 4 sneiðar hvítt brauð eða flatkökur (ef það er hangikjöt á veisluborðinu)
 • 4 msk. majónes
 • Skinka eða hangikjöt
 • (soðin egg)
 • 8 brie ostasneiðar
 • 3 msk. fínt skorið hvítkál eða ferskt rauðkál
 • Skreytt kex og cookies
 • Hægt er að skreyta fleira en pipar­kökur og því er gaman að baka cookies og skreyta í anda jóla.
 • Svo er líka hægt að kaupa kex og orkustangir fyrir fullorðna og gera jólaleg hreindýr og jólabjöllur.
 • 20 litlar saltkringlur
 • 10 rauðar M&M
 • 20 sælgætisaugu
 • 50 g dökkt súkkulaði, brætt, kælt

Setjið kexið og súkkulaðikökurnar inn í ísskáp áður en þið skreytið.
Það hjálpar til við að flýta fyrir bráðnun á súkkulaðinu.

Jólasmákökur fjölskyldunnar

Við vonum að þið hafið gaman af hátíðarundirbúningi og skemmtun við bakstur á þessu tímabili. Þetta eru uppáhalds jólasmáköku­uppskrift fjölskyldunnar okkar! Þær eru ekki bara ljúffengar heldur líka frábærar til að gefa fjölskyldu, vinum og nágrönnum eða setja í glugga fyrir jólasveininn.

 • 1 bolli púðursykur
 • 1 bolli sykur
 • ½ bolli smjör
 • ½ bolli olía
 • 2 egg
 • 1 tsk. matarsódi
 • 1 tsk. salt
 • 1 tsk. lyftiduft
 • 1 tsk. vanilla
 • 3 bollar hveiti
 • ½ bolli smá súkkulaðibitar
 • 1 bolli M&M

Hitið ofninn í 350 gráður.

Hrærið saman smjör, olíu og sykur.

Bætið eggjum út í og þeytið þar til það er ljóst.

Bætið matarsóda, salti, dufti, vanillu og hveiti út í. Blandið vel saman.

Notið kökuskeið til að setja deigið á smurðan kökubakkann. Skreytið efst með 4-5 stk M&M.

Bakið við 170 gráður í 7-8 mínútur.

Eitthvað ofan á brauð
Matarkrókurinn 10. maí 2024

Eitthvað ofan á brauð

Ef smjör er ekki eitt af sjö undrum veraldar þá hlýtur það að vera númer átta. N...

Hryggur um páskana
Matarkrókurinn 26. mars 2024

Hryggur um páskana

Það er nánast samofið páskunum að borða lambakjöt af einhverju tagi. Læri, hrygg...

Rasmus og Sven gera bollur
Matarkrókurinn 18. mars 2024

Rasmus og Sven gera bollur

Hakkréttir eru fín leið til að metta marga og vinsæll valkostur á heimilum lands...

Tvistað við ofurstann
Matarkrókurinn 4. mars 2024

Tvistað við ofurstann

Djúpsteiktur kjúklingur, sem flestir þekkja í gegnum ofursta nokkurn frá Kentuck...

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur
Matarkrókurinn 19. febrúar 2024

Reykt ýsa, blaðlaukur og kartöflur

Hvernig passar blaðlaukur, reykt ýsa og kartöflur saman? Jú barasta prýðilega, t...

Boli & brokkólí
Matarkrókurinn 31. janúar 2024

Boli & brokkólí

Nautakjöt og brokkólí er klassískur asísk-amerískur réttur sem á sennilega ættir...

Mátulega hátíðlegur ís
Matarkrókurinn 21. desember 2023

Mátulega hátíðlegur ís

Það er nær ómögulegt að fá alvöru rjómaís út úr búð á Íslandi og hvað þá úti í í...

Reykt ýsa
Matarkrókurinn 13. desember 2023

Reykt ýsa

Skammdegið með sínum kulda og myrkri kallar á ögn þyngri mat en annar tími ársin...