Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hrannar Guðmundsson og Guðmundur Ágúst Jónsson úr Fagraneskoti og Böðvar Baldursson úr Ystahvammi.
Hrannar Guðmundsson og Guðmundur Ágúst Jónsson úr Fagraneskoti og Böðvar Baldursson úr Ystahvammi.
Mynd / Aðalsteinn Árni Baldursson
Líf og starf 28. september 2021

Vel heppnaður réttardagur í blíðskaparveðri

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Réttarstörfin gengu alveg ljómandi vel,“ segir Böðvar Baldursson, bóndi í Ysta Hvammi í Aðaldal eftir velheppnaðan réttardag.

Féð var um 5.000 talsins, litlu færra en í fyrra því eitthvað var um að bændur væru með fé heima. Í Hraunsrétt koma saman bændur í Aðaldal og yfirleitt hefur mikið fjölmenni safnast saman í þessa fornfrægu og fögru rétt. Böðvar segir að nú hafi fólk ekki í sama mæli og oft áður verið hvatt til að koma og fylgjast með enda reglur í gildi um fjölda þeirra sem saman mega koma.
„Það eru alltaf einhverjir gestir að fylgjast með en ekki sami fjöldinn og oft áður,“ segir hann.

Veðrið lék við bændur og búalið þegar réttað var og segir Böðvar að allir hafi notið dagsins. Smalamennska gekk vel í góða veðrinu og helst hefðu kindur viljað vera lengur á fjalli segir hann að gróður þar sé enn mikill og góður miðað við árstíma.

„Mér sýnist fé koma vænt af fjalli, yfir meðallagi gott,“ segir hann. 

Guðmundur Bjarnason og Jón Bergmann Gunnarsson á Húsavík.

Feðgarnir Guðbergur, Ægir Eiríksson og Björn Grétar.

Sædís Rán Ægisdóttir og Berta María Björnsdóttir frá Húsavík tóku þátt í réttunum.

Fólk á öllum aldri komu í réttina.

Skylt efni: réttir | Hraunsrétt

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...