Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Dýrfinna Guðmundsdóttir, rit- og verkefnastjóri IÐNÚ útgáfu.
Dýrfinna Guðmundsdóttir, rit- og verkefnastjóri IÐNÚ útgáfu.
Líf og starf 12. október 2023

Vefbókin Matreiðsla

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Vefbókin Matreiðsla var gefin út fyrir skemmstu hjá Iðnú útgáfu. Um nýjung er að ræða í útgáfu matreiðslubóka á Íslandi, því aldrei hefur jafn viðamikið námsefni í matreiðslu verið gefið út í einu riti.

Bókin er ætluð til kennslu á fyrsta þrepi matvælabrauta en er jafnframt hugsað fyrir almenning, en farið er vel yfir grunnþætti matreiðslu.

Útgáfuhóf var haldið miðvikudaginn 27. september í bókabúð IÐNÚ í Brautarholti 8, þar sem gestum var gefið tækifæri til að ræða við höfunda, kynna sér vefbókina og gæða sér á léttum veitingum.

Það eru nokkrir kennarar í Menntaskólanum í Kópavogi sem standa á bak við útgáfuna og hefur mikið verið lagt upp úr því að gera kennsluefnið aðgengilegt, myndrænt og lifandi.

Í bókinni eru einnig myndir af ýmsum aðferðum sem matreiðslumenn þurfa að kunna, sýndar skref fyrir skref – hvort sem það er soðgerð eða þrif á vinnuborði. Karl Petersson tók ljósmyndir fyrir bókina og gerði einnig myndbönd, gagnvirkar orðskýringar og verkefni.

Hægt er að kaupa aðgang að vefbókinni á slóðinni vefbok.is.

7 myndir:

Skylt efni: Matreiðsla

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...