Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Ronja Lena Hafsteinsdóttir í hlutverki sínu sem Anna epli.
Ronja Lena Hafsteinsdóttir í hlutverki sínu sem Anna epli.
Mynd / Sara Dröfn
Líf og starf 18. desember 2024

Uppselt þar til í janúar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Leikfélag Hveragerðis tók fyrir leikverkið vinsæla, Ávaxtakörfuna, nú í haust undir leikstjórn Gunnars Gunnsteinssonar og söngþjálfun Andreu Gylfadóttur.

Ávaxtakarfan er líflegt og skemmtilegt verk sem tekur þó á viðkvæmu efni, einelti og fordómum, en Ingi Guðmundsson, formaður Leikfélags Hveragerðis, segir boðskapinn mikilvægan og eigi erindi við alla. Viðtökur á sýningunni hafa verið fram úr öllum vonum og er uppselt á Ávaxtakörfuna á þessu ári. „Síðasta sýningin hjá okkur er sunnudaginn 8. desember og þá höfum við verið með fullt hús á alls 22 sýningum frá því í september,“ segir Ingi. „Við erum ótrúlega ánægð með viðtökurnar enda ekki sjálfgefið að sýningar áhugaleikhúsa gangi svona vel.“

Sýningin þyki bæði vönduð og metnaðarfull auk þess sem það sé augljóst að samspil leikaranna beri vott um gott flæði.

Ákveðið hefur verið að halda sýningum áfram á nýju ári og er sala hafin á janúarsýningarnar á vefsíðu Tix.is. Miði á Ávaxtakörfuna er tilvalin jólagjöf auk þess sem sýningin hentar vel fyrir skólahópa. „Hópapantanir og fyrirspurnir fara fram í gegnum netfangið leikhver@gmail.com og um að gera að hafa samband,“ segir Ingi að lokum.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...