Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tré ársins og pálmar í Sahara
Líf og starf 23. janúar 2023

Tré ársins og pálmar í Sahara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Annað tölublað skógræktarritsins 2022 kom út skömmu fyrir síðustu jól. Að venju eru í ritinu fjöldi áhugaverðra greina sem tengjast skógrækt og ræktun.

Þar á meðal er grein um áhrif skjóls á nærviðri og plöntuvöxt, skógrækt á vonlausum svæðum og um sedrusviði Atlasfjalla og pálmalundi í Sahara.

Brynjólfur Jónsson segir frá tré ársins sem árið 2022 var sitkagreni skammt frá Systrafossi við Kirkjubæjarklaustur.

Tréð er jafnframt hæsta tré landsins. Benedikt Erlingsson birtir hugleiðingu sem hann kallar Predikun fyrir trúða. Sagt er frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022 sem haldinn var í Hlégarði í Mosfellsbæ í september síðastliðinn og umfjöllunarefni fundarins og niðurstöðu kosninga í stjórn og nefndir.

Í ritinu er einnig að finna minningu um fjóra merka drifkrafta í skógrækt auk þess sem farið er yfir skógræktarárið 2021.

Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er eina fagrit landsins sem fjallar sérstaklega um skógrækt og málefni henni tengdri.

Skylt efni: skógræktarritið

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...