Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
María Dís Ólafsdóttir og Leonard Jóhannsson eru ungir og öflugir frumkvöðlar sem fengu nýlega 20 milljóna króna styrk frá Tæknirþóunarsjóði Rannís.
María Dís Ólafsdóttir og Leonard Jóhannsson eru ungir og öflugir frumkvöðlar sem fengu nýlega 20 milljóna króna styrk frá Tæknirþóunarsjóði Rannís.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 3. febrúar 2023

Þróa fyrsta samsetta fiskileðrið á Íslandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýsköpunarfyrirtækið AMC hlaut nýverið Sprotastyrk frá Tækniþróunarsjóði Rannís upp á samtals 20 milljónir króna til næstu tveggja ára. Styrkurinn verður notaður til að þróa samsett fiskileður.

„Vinnan hingað til hefur að mestu leyti verið að afla upplýsinga um sútunaraðferðir, lestur á rannsóknum og spá fyrir um aðgang að hráefni í framtíðinni.

Við gerum ráð fyrir nokkrum árum í rannsóknir og tilraunir áður en fyrsta varan verður klár. Hvað hráefni í tilraunir varðar þá hef ég fengið það í litlum skömmtum frá fiskvinnslum. 

Mig langar þó að komast í samband við fleiri vinnslur og fá fleiri tegundir af roði, t.d. vantar mig enn þá bleikjuroð,“ segir María Dís Ólafsdóttir, annar eigenda nýsköpunarfyrirtækisins AMC.

María Dís, sem er lífverk­fræðingur, og unnusti hennar, Leonard Jóhannsson vélfræðingur, eru með vinnuaðstöðuna heima hjá sér á Akureyri við Spítalaveg 1.

Nanna Lín

Verkefni Maríu og Leonards hlaut Norðursprotann í hugmyndasamkeppni síðastliðið vor og hefur verið stutt af fyrirtækjastyrknum Fræ hjá Rannís. 

Verkefnið fékk nýverið endanlegt nafn og ber heitið Nanna Lín. Nanna Lín er leður gert úr afgangsroði og mun lokaafurðin að sögn Maríu verða sterkt og gott leður í metravís.

„Með því að nýta hliðarafurðir til leðurgerðar má til dæmis leysa ýmis gervi­textílefni af hólmi og draga með því úr mengun og losun vegna þeirra. Varan er til að mynda ætluð húsgagnaframleiðendum, bólstrurum og öðrum hönnuðum sem vinna með textíl,“ segir María og bætir við:

„Þetta er mjög stórt og spennandi verkefni sem við eigum fyrir höndum. Með því að bjóða upp á stóra fleti af leðri má ná mun betri nýtni í framleiðslu á vörum, samanborið við leður sútað með hefðbundnum hætti.“

Skylt efni: fiskileður

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...