Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Glóbrystingur á safnkassa en fuglar eru duglegir að sækja í kassana.
Glóbrystingur á safnkassa en fuglar eru duglegir að sækja í kassana.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 23. mars 2022

Þjóðminjasafnið og jarðgerð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjöldi fólks hefur á undanförnum árum byrjað að umbreyta lífrænum úrgangi í næringarríkan jarðveg eða moltu með ýmsum aðferðum. Þjóðminjasafn Íslands í samstarfi við Háskóla Íslands hefur nú sent út spurningaskrá sem ber heitið „Jarðgerð/moltugerð lífræns úrgangs“.

Spurningaskránni er ætlað að safna upplýsingum um moltugerð eða jarðgerð lífræns úrgangs á Íslandi. Leitað er til þeirra sem eru að jarðgera lífrænan úrgang til að draga lærdóm af reynslu þeirra. Hvað fékk þig til að fara að jarðgera lífrænan úrgang, hvernig hefur það reynst þér og hvaða áhrif hefur það haft? Hvaða viðhorf liggja að baki? Hverjar eru helstu áskoranirnar? Spurningaskráin er hluti af rannsóknarverkefninu „Samlífi manna og örvera í daglega lífinu“.

Verkefnið beinir sjónum að því hvernig þetta samlífi mótast í daglegum athöfnum fyrr og nú, með áherslu á jarðgerð og matargerð. Verkefnið leiðir saman vísindafólk af ólíkum sviðum til að rannsaka hvernig menningarlegt, líffræðilegt og félagslegt samhengi mótar lifandi „kúltúr“. Markmiðið er að móta nýtt sjónarhorn á samspil manneskja og örvera og vísa veginn í átt að sjálfbærari framtíð. Spurningaskrána má finna hér: Sarpur - Jarðgerð/moltugerð lífræns úrgangs.

Skylt efni: Jarðgerð | moltugerð

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar
Líf og starf 1. mars 2024

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar

Eins og áður hefur verið kynnt hafa alls 14 byggðarlög hérlendis tekið þátt í ve...

Fagleg og fræðandi afmælissýning
Líf og starf 26. febrúar 2024

Fagleg og fræðandi afmælissýning

Hálfrar aldar afmæli Félags tamningamanna var haldið hátíðlegt þann 17. febrúar ...

Bændur ræddu málin í borginni
Líf og starf 26. febrúar 2024

Bændur ræddu málin í borginni

Hátt í tvö hundruð bændur voru saman komnir á Hilton Reykjavík Nordica þann 12. ...

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars
Líf og starf 22. febrúar 2024

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars

Vatnsberinn tekur nú fyrstu skref í því sem mun hafa afar mikil áhrif á líf hans...

Teista
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kr...

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar
Líf og starf 20. febrúar 2024

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar

Vatnsberinn er óvenju bjartsýnn á komandi vikur og hefur í kollinum hugmyndir að...

Hvanneyrar-pistlar
Líf og starf 19. febrúar 2024

Hvanneyrar-pistlar

Hvanneyri í Borgarfirði er vel þekktur skólastaður. Að stofni til byggðarhverfi ...

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa
Líf og starf 16. febrúar 2024

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa

Einn af meginþáttum þorra er neysla hefðbundinna íslenskra matvæla sem kallast þ...