Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þeir hreinu tónar
Líf og starf 4. janúar 2022

Þeir hreinu tónar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hver er sagan að baki ungs drengs sem vex upp í Vestmannaeyjum, eitt margra barna fátækra foreldra, sker sig úr hópnum, gerist tónskáld og verður einn af vinsælustu dægurlagahöfundum landsins?

Í Þeir hreinu tónar er dregur Kristín Ástgersdóttir upp mynd af lífi og ævistarfi Oddgeirs Kristjánssonar, sem í gegnum brotsjó 20. aldarinnar, sóttir og styrjaldir samdi mörg sinna ljúfustu laga.

Oddgeir lifði á öfgatímum 20. aldarinnar, með tilheyrandi farsóttum, kreppum og heimsstyrjöldum. Þrátt fyrir erfiða tíð gleymdi fólkið í Eyjum ekki að skemmta sér, þegar djassinn dunaði, vísurnar flugu og lög urðu til.

Oddgeir var mikill hugsjónamaður og barðist fyrir réttlátu samfélagi þó svo að tónlistin væri alltaf hans ær og kýr. Hann starfaði sem tónlistarkennari, stjórnaði lúðrasveitum og samdi tónlist fyrir Þjóðhátíð í Eyjum.

Meðal af vinsælli lögum hans eru Bjartar vonir vakna, Ágústnótt, Heima og síðast en ekki síst Ég veit þú kemur, sem er ein skærasta perla íslenskrar dægurtónlistar fyrr og síðar.

Í bókinni er fjöldi ljósmundi sem tengjast ævi og starfi Oddgeirs. Útgefandi er bókaútgáfa Sögur.

Skylt efni: Einar Oddgeirsson

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...