Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
GM Bent Larsen hvítt – Sigurður Gunnar Daníelsson svart, svartur á leik.
35....Hxf2+ 36. Kh3. Rf3....og hér gafst Larsen upp þar sem mannstap verður ekki flúið.
GM Bent Larsen hvítt – Sigurður Gunnar Daníelsson svart, svartur á leik. 35....Hxf2+ 36. Kh3. Rf3....og hér gafst Larsen upp þar sem mannstap verður ekki flúið.
Líf og starf 10. júní 2024

Þegar Siggi Dan vann Larsen

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Í maí árið 1972 tefldi danski stórmeistarinn Bent Larsen fjöltefli í sænsku borginni Malmö gegn 36 skákmönnum.

Hermann Aðalsteinsson.

Larsen, sem á þeim tíma var einn af sterkustu skákmönnum heims, vann 27 þeirra, fjórar skákir enduðu með jafntefli en fimm skákmenn náðu að vinna Larsen og var Sigurður Gunnar Daníelsson á meðal þeirra. Siggi Dan, eins og hann var ávallt kallaður, vann skákina með svörtu mönnunum. Hann var afskaplega ánægður með þennan sigur og var þetta í eina skiptið sem Siggi Dan vann stórmeistara. Þetta var alvöru fjöltefli af gamla skólanum, sem stóð yfir í 4 klukkutíma, en skákklukkur voru ekki notaðar við fjölteflið.

Sigurður Gunnar Daníelsson.

Sigurður Gunnar Daníelsson gekk til liðs við Skákfélagið Goðann í Þingeyjarsýslu árið 2013 og varð skákmeistari félagsins árið 2016. Siggi tefldi oft með Goðanum á Íslandsmóti skákfélaga en sína síðustu skák tefldi hann í október árið 2022. Skákstíll Sigga var mjög villtur. Stigahærri skákmenn áttu oft í miklum erfiðleikum með að svara hvössum sóknarleik Sigga sem oft fórnaði manni snemma í sínum skákum. En það kom ekki að sök. Mjög oft stóð hann uppi sem sigurvegari.

Sigurður Gunnar Daníelsson starfaði við grunnskólann á Raufarhöfn sín síðustu ár sem tónlistarkennari, en hann starfaði m.a. í Húnavatnssýslu og á Vestfjörðum sem tónlistarkennari og undirleikari hjá hinum ýmsu kórum.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...