Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Teista
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kring. Nokkuð af ungfuglum hafa vetursetur við Grænland en stór hluti af stofninum heldur til við Ísland allt árið. Hún fer sjaldan út á rúmsjó líkt og aðrir svartfuglar en heldur sig frekar á grunnsævi við ströndina þar sem hún kafar eftir sinni aðalfæðu sem er sprettfiskur. Hún er eini íslenski svartfuglinn sem er aldökk á kviðnum og á sumrin er hún öll svört fyrir utan þessa hvítu bletti á vængþökum sem sjást vel á myndinni hér fyrir ofan. Teista var nytjuð að einhverju leyti hér áður fyrr en undanfarna áratugi hefur stofninn minnkað nokkuð og veiði dregist saman. Áætlað er að stofninn sé um 10–15.000 varppör en tegundin er langlíf og verður seint kynþroska. Talið er líklegt að þessi fækkun stafi hugsanlega af samspili á breytingu á fæðuframboði, ágangi minks og meðafla í grásleppunetum. Árið 2017 skoruðu Skotveiðifélag Íslands, Fuglavernd og Vistfræðifélagið á umhverfisráðherra að friða teistuna. Umhverfisráðherra tók vel í þessa beiðni og hefur teistan verið friðuð frá september 2017.

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...

Viðburðaríkt ár framundan
Líf og starf 3. apríl 2024

Viðburðaríkt ár framundan

Landbúnaðarsafn Íslands rekur sögu sína til ársins 1940, þegar komið var upp saf...

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný
Líf og starf 3. apríl 2024

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný

Sveitir landsmanna iðuðu á árum áður af spilamennsku. Nú er unnið að því að glæð...