Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Jens Bligaard, framkvæmdastjóri hjá Seges í Danmörku, sagði frá kolefnisreiknivélinni ESGreen tool.
Jens Bligaard, framkvæmdastjóri hjá Seges í Danmörku, sagði frá kolefnisreiknivélinni ESGreen tool.
Líf og starf 6. desember 2023

Svipmyndir frá afmælisráðstefnu

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fjölmennt og góðmennt var á afmælisráðstefnu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sem haldin var á Hótel Selfossi þann 23. nóvember síðastliðinn.

Yfirskrift ráðstefnunnar var Áskoranir og tækifæri í landbúnaði og fagnað var áratuga starfsafmæli ráðgjafarmiðstöðvarinnar sem sett var á laggirnar 1. júní árið 2013. Dagskráin innihélt fjölbreytt erindi og fyrirlestra, til að mynda um hlutverk búfjár í sjálfbærri matvælaframleiðslu, gervigreind og samfélagsmiðla, byltingu í sauðfjárrækt og nautgriparækt, próteinframleiðslu framtíðarinnar, áherslur í jarðrækt og loftslagsvænan landbúnað.

Með 20. tölublaði Bændablaðsins fylgdi sérblað tileinkað afmælishátíðinni sem starfsfólk RML hafði veg og vanda af. Í því er hægt að glöggva sig á starfsemi ráðgjafarmiðstöðvarinnar og innihaldi nokkurra erinda sem flutt voru á afmælishátíðinni.

RML er ráðgjafarfyrirtæki í landbúnaði og tengdum greinum. Allir bændur landsins eiga kost á ráðgjöf RML án tillits til búsetu. Þá fer RML með framkvæmd tilgreindra sameiginlegra verkefna samkvæmt lögum í umboði Bændasamtaka Íslands.

11 myndir:

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...

Viðburðaríkt ár framundan
Líf og starf 3. apríl 2024

Viðburðaríkt ár framundan

Landbúnaðarsafn Íslands rekur sögu sína til ársins 1940, þegar komið var upp saf...