Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sameiginlegt rými fyrir íbúa á stúdentagörðunum.
Sameiginlegt rými fyrir íbúa á stúdentagörðunum.
Líf og starf 1. júní 2023

Stúdentar fluttir í Sögu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Félagsstofnun stúdenta og Háskóli Íslands hafa unnið að því að breyta Hótel Sögu í kennslurými og stúdentagarða. Í mars fluttu fyrstu stúdentarnir í nýjar íbúðir og er stefnt að því að koma öllum íbúðunum í útleigu fyrir lok maí.

Búið er að innrétta allar stúdentaíbúðir FS í Sögu. Menntavísindasvið HÍ flytur þangað sumarið 2024.

Menntavísindasvið Háskóla Íslands flytur höfuðstöðvar sínar í Sögu sumarið 2024.

Íbúðirnar voru hannaðar af Félagsstofnun stúdenta (FS) í samstarfi við Andrúm arkitekta, sem hafa yfirumsjón með endurbótum á húsnæðinu að utan sem innan. Innréttingarnar sem voru áður í herbergjunum voru ónýtar og ekki hægt að nýta neitt sem var áður. FS flutti inn nýjar innréttingar smíðaðar í Litáen.

FS mun nýta fjórðung hússins og lýkur sínum framkvæmdum núna í maí. Háskóli Íslands hefur yfirráð yfir því sem eftir stendur og er áætlað að öllum endurbótum verði lokið á næstu tveimur árum.

Íbúðirnar eru ferns konar, allt frá því að vera 20 fermetra stúdíóíbúðir, upp í 43 fermetra íbúðir. Flestar íbúðirnar eru 25 fermetrar. Stúdentar sem sækja um húsnæði hjá FS geta óskað sérstaklega eftir að flytja á Sögu. Jafnframt geta núverandi leigjendur hjá FS óskað eftir milliflutningi þangað.

Áætlað er að kennsla hefjist á haustönn 2024. Mjög fjölbreyttar kennslustofur verða í húsinu sem geta þjálfað tilvonandi kennara í bóklegum fögum og sérhæfðum verklegum greinum. Lágmarksbreytingar verða gerðar á ráðstefnusölum á annarri hæð. Súlnasalur mun að mestu halda sér og mun m.a. nýtast við leiklistar- og tónlistarkennslu. Skrifstofurýmin á þriðju hæð, þar sem höfuðstöðvar Bændasamtaka Íslands voru áður, verða nýtt án breytinga.

Samkvæmt upplýsingum frá Framkvæmda- og tæknisviði HÍ er stefnt að því að hafa Grillið sem fjölnota sal. Endanleg útfærsla er ekki komin á hreint, en vilji er fyrir að halda áfram veitingaþjónustu.

Húsnæðið heitir ekki lengur Bændahöllin og hefur skiltið á hlið
hússins verið fjarlægt.

Skylt efni: Bændahöllin

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn skal trúa því að plön hans og áætlanir munu ganga upp ef hann gætir ...

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg
Líf og starf 19. mars 2025

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg

Beikon kemur í mörgum útgáfum; misþykkt, missalt, misdýrt og stundum mislukkað. ...

Óskar Örn
Líf og starf 19. mars 2025

Óskar Örn

Nafn: Óskar Örn Rikardsson.

Virkni félagslífsins fyrir öllu
Líf og starf 18. mars 2025

Virkni félagslífsins fyrir öllu

Við heimskautsbauginn, rúma fjörutíu km frá landi, liggur nyrsta byggð Íslands, ...

Hressandi list í almannarýminu
Líf og starf 18. mars 2025

Hressandi list í almannarýminu

Á Skagaströnd mega skapandi einstaklingar leggja gjörva hönd að því að hressa up...

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...