Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Slökkviliðssafn Íslands gæti lokað endanlega í vor.
Slökkviliðssafn Íslands gæti lokað endanlega í vor.
Mynd / ÁL
Líf og starf 4. maí 2023

Stefnir í lokun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Slökkviliðsminjasafn Íslands í Reykjanesbæ varðveitir sögu slökkviliðsmanna á Íslandi, allt frá því fyrstu slökkviliðsmennirnir voru skipaðir í sínar stöður, til dagsins í dag.

Nú hefur sveitarfélagið ekki endurnýjað leigusamning um húsnæðið, sem upphaflega var undirritaður til þriggja ára í febrúar árið 2013. Húsakosturinn er til sölu og stefnir í lokun safnsins á vormánuðum.

Helstu driffjaðrirnar á bak við safnið eru slökkviliðsmennirnir Sigurður Lárus Fossberg Sigurðsson og Ingvar Georgsson. Þeir segja í samtali við Bændablaðið að ef safninu verði lokað munu safngripirnir sem þar eru varðveittir eiga í hættu á að skemmast eða glatast. Munirnir eru flestir í eigu aðila héðan og þaðan af landinu sem oft hafa ekki kost á að varðveita hlutina við bestu aðstæður. Samningaviðræður eru í gangi við Reykjanesbæ, en Sigurður og Ingvar eru ekki mjög bjartsýnir á framhaldið.

Markmið safnsins er að halda á lofti sögu slökkviliða á Íslandi og var það opnað vorið 2013 í tilefni af hundrað ára afmæli slökkviliðsins í Keflavík. Kveikjan að opnun safnsins var sú að Sigurður og Ingvar sáu fyrir rúmum áratug að gamall búnaður frá slökkviliðum lá undir skemmdum. Oft eru tæki geymd utandyra eða í geymslum sem halda illa vatni og vindum.

Í húsnæðinu, sem er nálægt 1.500 fermetrum, er meðal annars að finna tuttugu slökkviliðsbíla, nokkrar vél- og handdælur ásamt öðrum minni búnaði sem slökkvilið hafa notað í gegnum tíðina. Þar má nefna verkfæri, hjálma, fatnað, klippur, reykköfunartæki og ýmislegt fleira. Verði safninu ekki lokað eru áform uppi um að koma stærsta slökkviliðsbíl heims fyrir í sýningarrýminu, en hann þjónaði áður á Keflavíkurflugvelli.

Samkvæmt Ingvari og Sigurði er Slökkviliðsminjasafn Íslands með sérstöðu á heimsvísu, en hvergi annars staðar finnist safn sem geri grein fyrir slökkviliðum heillar þjóðar. Erlendis séu þetta yfirleitt álmur innan borgar- eða héraðssögusafna. Safnið er opið á sunnudögum frá 13 til 17, en eftir pöntun þess á milli.

Femínískur krosssaumur
Líf og starf 20. júní 2024

Femínískur krosssaumur

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vakið athygli með litlum útsaumsverkum þar se...

Grilluð lambaspjót
Líf og starf 20. júní 2024

Grilluð lambaspjót

Smellum í einfaldan lambarétt sem hentar vel á grillið hvort sem er heima eða í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...

Þörungar, þang og þari
Líf og starf 10. júní 2024

Þörungar, þang og þari

Aukin vakning hefur verið undanfarin ár í vinnslu heilsuafurða úr þörungum, þar ...