Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Slökkviliðssafn Íslands gæti lokað endanlega í vor.
Slökkviliðssafn Íslands gæti lokað endanlega í vor.
Mynd / ÁL
Líf og starf 4. maí 2023

Stefnir í lokun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Slökkviliðsminjasafn Íslands í Reykjanesbæ varðveitir sögu slökkviliðsmanna á Íslandi, allt frá því fyrstu slökkviliðsmennirnir voru skipaðir í sínar stöður, til dagsins í dag.

Nú hefur sveitarfélagið ekki endurnýjað leigusamning um húsnæðið, sem upphaflega var undirritaður til þriggja ára í febrúar árið 2013. Húsakosturinn er til sölu og stefnir í lokun safnsins á vormánuðum.

Helstu driffjaðrirnar á bak við safnið eru slökkviliðsmennirnir Sigurður Lárus Fossberg Sigurðsson og Ingvar Georgsson. Þeir segja í samtali við Bændablaðið að ef safninu verði lokað munu safngripirnir sem þar eru varðveittir eiga í hættu á að skemmast eða glatast. Munirnir eru flestir í eigu aðila héðan og þaðan af landinu sem oft hafa ekki kost á að varðveita hlutina við bestu aðstæður. Samningaviðræður eru í gangi við Reykjanesbæ, en Sigurður og Ingvar eru ekki mjög bjartsýnir á framhaldið.

Markmið safnsins er að halda á lofti sögu slökkviliða á Íslandi og var það opnað vorið 2013 í tilefni af hundrað ára afmæli slökkviliðsins í Keflavík. Kveikjan að opnun safnsins var sú að Sigurður og Ingvar sáu fyrir rúmum áratug að gamall búnaður frá slökkviliðum lá undir skemmdum. Oft eru tæki geymd utandyra eða í geymslum sem halda illa vatni og vindum.

Í húsnæðinu, sem er nálægt 1.500 fermetrum, er meðal annars að finna tuttugu slökkviliðsbíla, nokkrar vél- og handdælur ásamt öðrum minni búnaði sem slökkvilið hafa notað í gegnum tíðina. Þar má nefna verkfæri, hjálma, fatnað, klippur, reykköfunartæki og ýmislegt fleira. Verði safninu ekki lokað eru áform uppi um að koma stærsta slökkviliðsbíl heims fyrir í sýningarrýminu, en hann þjónaði áður á Keflavíkurflugvelli.

Samkvæmt Ingvari og Sigurði er Slökkviliðsminjasafn Íslands með sérstöðu á heimsvísu, en hvergi annars staðar finnist safn sem geri grein fyrir slökkviliðum heillar þjóðar. Erlendis séu þetta yfirleitt álmur innan borgar- eða héraðssögusafna. Safnið er opið á sunnudögum frá 13 til 17, en eftir pöntun þess á milli.

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...

Viðburðaríkt ár framundan
Líf og starf 3. apríl 2024

Viðburðaríkt ár framundan

Landbúnaðarsafn Íslands rekur sögu sína til ársins 1940, þegar komið var upp saf...

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný
Líf og starf 3. apríl 2024

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný

Sveitir landsmanna iðuðu á árum áður af spilamennsku. Nú er unnið að því að glæð...