Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Frímann Stefánsson.
Frímann Stefánsson.
Líf og starf 31. janúar 2025

Skrímsl á landsliðsæfingu

Höfundur: Björn Þorláksson, bjornthorlaksson@gmail.com

„Hér er eitt skrímslaspil frá æfingamótinu.“ Þannig hóf Frímann Stefánsson, stórmeistari að norðan, sögu sína eftir að hafa veitt landsliðspörum keppni á æfingu nýverið. Upp kom ansi öflug hönd og Frímann þurfti að taka ákvörðun.

Norður gefur, allir á hættu. Allt spilið:

Frímann tók upp norðurspilin, sem vel má líkja við skrímsl, af fegurri gerðinni kannski. Hvaða opnunarsögn myndu lesendur Bændablaðsins velja til að hefja leik í norður? Vel þarf að vanda til verka, því ekki er víst að mikið svigrúm gefist til vísindalegra rannsókna í næstu sagnhringjum!

Að minnsta kosti einn spilari á landsliðsæfingunni valdi að opna á ásaspurningu sem spyr um sérstaka ása. Þá er svarað ásalitnum ef ás er að finna. Dæmi: Ef spilari á spaðaás, meldar hann 5 spaða við opnun á 4 gröndum. Sá sem á engan ás meldar 5 lauf sem þýðir að ef svarhönd á laufás verður hún að melda 6 lauf. Og ef þannig vill til að svarhönd eigi tvo ása er svarað á fimm gröndum.

Sjálfur valdi Frímann að opna á 6 tíglum sem hefði skilað 1370 kalli á hættunni ef andstaðan hefði ekki hólkað sér í 6 spaða fórn. Aðeins +500 í NS.

Á hinum borðunum var ýmist opnað á einum tígli, sterku laufi eða sterkum tveimur. En á einu borði var opnað á 4NT „specific aces“ líkt og fyrr segir. Hér vill norður nefnilega vita hvaða ás makker á. Það skiptir öllu.

Eða var það kannski ekki þannig?

Einn spilari slysaðist í 7 tígla. Andstaðan engdist en spilaði svo út „vitlausum“ ás. 2140 í húsi!

Veizla handan við hornið

„Þetta er einhver besta þátttaka hér innanlands sem við munum eftir fyrir Briddshátíð,“ segir Matthías Imsland, framkvæmdastjóri Bridgesambands Íslands.

Briddsveislan ógurlega hefst í lok janúar, Reykjavik Bridge Festival. Íhaldssamir Íslendingar kalla mótið einfaldlega Briddshátíð, en spilað er í Hörpu líkt og síðari ár. Munu kannski færri komast að en vilja, svo mikil er þátttakan. Fyrst er tveggja daga tvímenningur, svo tveggja daga sveitakeppni. Margir sterkir erlendir spilarar koma á mótið. Áður en Briddshátíð fer fram verður haldið ofurmót í Hörpu með nokkrum af bestu spilurum heims.

Skylt efni: bridds

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn skal trúa því að plön hans og áætlanir munu ganga upp ef hann gætir ...

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg
Líf og starf 19. mars 2025

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg

Beikon kemur í mörgum útgáfum; misþykkt, missalt, misdýrt og stundum mislukkað. ...

Óskar Örn
Líf og starf 19. mars 2025

Óskar Örn

Nafn: Óskar Örn Rikardsson.

Virkni félagslífsins fyrir öllu
Líf og starf 18. mars 2025

Virkni félagslífsins fyrir öllu

Við heimskautsbauginn, rúma fjörutíu km frá landi, liggur nyrsta byggð Íslands, ...

Hressandi list í almannarýminu
Líf og starf 18. mars 2025

Hressandi list í almannarýminu

Á Skagaströnd mega skapandi einstaklingar leggja gjörva hönd að því að hressa up...

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...