Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslandsmót í skógarhöggi fór fram á Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi. Hér er það Sigfús J. Oddsson sem beitir söginni.
Íslandsmót í skógarhöggi fór fram á Skógardeginum mikla í Hallormsstaðaskógi. Hér er það Sigfús J. Oddsson sem beitir söginni.
Mynd / Anna Jakobs
Líf og starf 11. júlí 2022

Skógarnir einn af seglum landshultans

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Þór Þorfinnsson, skógarvörður á Austurlandi, segir tilgang Skógardagsins að kynna heimamönnum og gestum skógarmenningu, útivist í skógi og mikilvægi skógræktar sem framtíðaratvinnugreinar á svæðinu.

Skógardagurinn mikli, hefur verið haldinn árlega í Hallormsstaðaskógi um Jónsmessuleytið allt frá árinu 2005, eða fimmtán sinnum alls. Vegna kórónuveirunnar var ekki hægt að halda uppteknum hætti tvö undanfarin ár og því mikil ánægja að hægt var að blása til hans á ný nú í sumar.

Skógardagurinn er samstarfsverkefni skógræktenda á svæðinu, þ.e. Félags skógarbænda á Austurlandi og Skógræktarinnar. Einnig koma að deginum Félag sauðfjár- og kúabænda á Héraði og fjörðum. Skógardagurinn mikli er einn af aðalviðburðum sumarsins á Austurlandi, að sögn Þórs Þorfinnssonar, skógarvarðar á Austurlandi.

Nær tvö þúsund manns hafa sótt dagskrá Skógardagsins ár hvert og segir Þór að svo hafi einnig verið nú en þessi góða aðsókn geri daginn að stærsta einstaka viðburði í Múlaþingi á hverju sumri.

„Tilgangurinn með deginum er að kynna fyrir heimamönnum og gestum skógarmenningu, útivist í skógi og skógrækt og mikilvægi hennar sem framtíðaratvinnugrein á svæðinu. Austurland er þekkt fyrir sína víðfeðmu skóga, þeir eru einn af seglum landshlutans sem brýnt er að halda á lofti,“ segir Þór. Boðið var upp á fjölbreytt dagskrá á Skógardeginum. Má þar nefna Íslandsmeistaramót í skógarhöggi, þar sem Bjarki Sigurðsson fór með sigur af hólmi, Sigfús Jörgen Oddsson varð í öðru sæti og í því þriðja var Jón Þór Þorvarðarson

Kúabændur buðu upp á heilgrillað naut og sauðfjárbændur upp á grillað lambakjöt. Listamenn af ýmsum toga komu fram, m.a. Magni Ásgeirsson, og þá voru þrautir í boði fyrir yngstu kynslóðina. Ketilkaffið var á sínum stað sem og lummurnar en gestir gerðu veitingum góð skil. 

8 myndir:

Skylt efni: Skógardagurinn mikli

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...