Sjálfsafgreiðsluverslun í Gunnbjarnarholti
Í Gunnbjarnarholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er lítil sjálfsafgreiðsluverslun þar sem hægt er að kaupa mjólkurvörur beint frá býli undir merkjum Hreppamjólkur. Hér sjást plastkýr og kálfur í fullri stærð sem hefur verið komið fyrir framan við verslunina til þess að gefa vegfarendum vísbendingu um vöruúrvalið. Í bakgrunni sést fjósið þaðan sem afurðirnar eiga uppruna sinn, en þar eru rúmlega 250 mjólkandi kýr.