Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hengifoss í Fljótsdal er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Austurlandi.
Hengifoss í Fljótsdal er vinsæll áfangastaður ferðamanna á Austurlandi.
Mynd / Gunnar Gunnarsson
Líf og starf 1. júlí 2022

Sífellt fleiri vilja skoða Hengifoss

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Mikil aukning ferðamanna er um svæðið í kringum Hengifoss í Fljótsdal.

Þar er teljari sem sýndi að 60% fleiri ferðalangar lögðu leið sína upp að fossinum í maímánuði sl. miðað við sama mánuð árið 2019, fyrir kórónuveirufaraldurinn.

Helgi Gíslason sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi, segir að sumarið fyrir faraldur hafi verið eitt hið stærsta í ferðaþjónustu á svæðinu. Sumarið fari vel af stað og margir séu á ferðinni, innlendir og erlendir ferðamenn. Maímánuður var einkar góður, en þá komu um 8.000 manns að Hengifossi skv. teljaranum. Fyrra metið var í maí 2019 þegar um 5.000 ferðalangar voru þar á ferð. Verið er að gera svæðið í kringum Hengifoss betur í stakk búið til að taka við þeim fjölda sem þangað sækir. Helgi segir að á liðnum vetri hafi verið gengið frá einni nýrri göngubrú fyrir Hengifossá, neðst, og að önnur verði sett upp í sumar og verður sú ofar.

„Þá gerum við ráð fyrir að hefja framkvæmdir við nýjan göngustíg Hjarðarbólsmegin, norðan við ána, núna í sumar,“ segir hann en að þeim framkvæmdum loknum verði hægt að ganga beggja vegna ár og yfir eða í hring. „Með þessum framkvæmdum næst að stækka útivistarsvæðið til muna og dreifa umferð betur.“

Verið er að byggja þjónustuhús neðan við fossinn og segir Helgi að stefnt sé að því að ljúka uppsteypu þess á árinu en miðað er við að framkvæmdum ljúki næsta sumar.

Skylt efni: Hengifoss

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...

Viðburðaríkt ár framundan
Líf og starf 3. apríl 2024

Viðburðaríkt ár framundan

Landbúnaðarsafn Íslands rekur sögu sína til ársins 1940, þegar komið var upp saf...

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný
Líf og starf 3. apríl 2024

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný

Sveitir landsmanna iðuðu á árum áður af spilamennsku. Nú er unnið að því að glæð...