Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Saltfiskur frá Íslandi nýtur mikilla vinsælda á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal
Líf og starf 2. nóvember 2021

Saltfiskur frá Íslandi nýtur mikilla vinsælda á Spáni, Ítalíu, Grikklandi og Portúgal

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Salftfiskur til framtíðar“ er eitt af þeim spennandi verkefnum, sem fékk nýlega úthlutað myndarlegum styrk frá Matvælasjóði. Markmið verk­efnisins er að stuðla að aukinni verðmætasköpun með því þróa og besta aðferðarfræði við útvötnun á saltfiski miðað við núverandi framleiðsluhætti.

Í dag er saltfiskur sem er verkaður hér á landi að mestu fluttur til Spánar, Ítalíu, Grikklands og Portúgals, hann útvatnaður þar og seldur sem tilbúin neysluvara. Með því að útvatna verkaðan fisk eftir söltun og senda tilbúna neysluvöru úr landi, er möguleiki á að bæta afkomu íslenskra saltfisksframleiðenda, auka heildarnýtingu í framleiðslu, og um leið að koma til móts við kröfur markaðarins.

Verkefnið er samstarfsverk­efni milli Matís, Háskóla Íslands, Þorbjarnar, Vísis og Vinnslustöðvarinnar í Vestmanna­eyjum. Áætlað er að verkefninu „Saltfiskur til framtíðar“ ljúki í árslok 2022. Við lok verkefnisins verða birtar skýrslur og/eða vísindagreinar um niðurstöður geymsluþolsrannsókna og áhrif söltunaraðferða og samsetningar vatns á útvötnun saltfisks, sem og nýtingu hraðvirkra mæliaðferða.

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin
Líf og starf 20. maí 2024

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin

Þeir voru ekki margir sem komust í slemmu með spil austur-vestur á Kjördæmamótin...

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.