Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Steinunn Anna Halldórsdóttir.
Steinunn Anna Halldórsdóttir.
Líf og starf 23. desember 2016

Ráðunautur á flestum sviðum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Steinunn Anna Halldórsdóttir býr ásamt sambýlismanni sínum, Ágústi Marinó Ágústssyni, að Sauðanesi í Langanesbyggð. Auk þess að vera bóndi er Steinunn einnig ráðunautur í Norðurþingi á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Svæðið sem Steinunn sinnir er Langanesbyggð, Svalbarðshreppur og yfir í Öxarfjörð, Kelduhverfi og Vopnafjörð.

Búfræðikandídat frá Hvanneyri

„Ég er búfræðikandídat frá Hvann­eyri og hef verið ráðunautur frá 2007, í fyrstu í Skagafirði en þetta er þriðja árið sem ég er á þessu svæði. Mitt sérsvið hjá RML er hrossarækt en þegar ég var á Hvanneyri tók ég ráðunautaréttindi í sauðfjár-, nautgripa- og hrossarækt.

Ég kom frá blönduðu búi, Brimnesi í Skagafirði, og vildi því kynna mér þetta allt saman.

Árin sem ég var ráðunautur í Skagafirði sinnti ég sauðfjár- og hrossarækt til að byrja með en sérhæfði mig síðan í hestunum enda Skagafjörður mikið hestahérað.

Eftir að ég flutti hingað víkkaði svo sviðið aftur og auk þess að vinna mikið í kringum hross sé ég einnig um lambaskoðanir á svæðinu og aðstoða bændur við skýrsluhald sé þess óskað. Í vor og haust bætist jarðræktin að hluta við með töku jarðvegs- og heysýna.“

Grænlendingar í verknámi

Steinunn segir að með búskapnum og starfinu sem ráðunautur sé því oft mikið að gera.
„Hingað koma stundum Græn­lendingar í verknám í ár í senn og það léttir talsvert undir hjá okkur. Grænlendingarnir sem hingað hafa komið eru ótrúlega duglegir og frábær starfskraftur.

Við höfum reyndar verið hér tvö frá því í júní og stundum fullmikið fyrir mig að vera bóndi, húsmóðir og ráðunautur í 85% starfi. Draumurinn er að minnka smám saman vinnu utan heimilisins og sinna eingöngu bústörfum.“

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið
Líf og starf 21. júní 2024

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið

Fjöldi briddsspilara tók þátt í keppni á landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri um...

Femínískur krosssaumur
Líf og starf 20. júní 2024

Femínískur krosssaumur

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vakið athygli með litlum útsaumsverkum þar se...

Grilluð lambaspjót
Líf og starf 20. júní 2024

Grilluð lambaspjót

Smellum í einfaldan lambarétt sem hentar vel á grillið hvort sem er heima eða í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...