Celia Harrison er að auki einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ og kom að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar.
Celia Harrison er að auki einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ og kom að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar.
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlands á Seyðisfirði.

Celia hefur verið með aðsetur á Seyðisfirði frá árinu 2015 en hún er með doktorsgráðu í list og hönnun þar sem hún rannsakaði samfélagslega þróun í gegnum listsköpun á tímum loftslagsáskorana.

Celia er líka einn stofnenda listahátíðarinnar „List í ljósi“ ásamt því að koma að stofnun menningar- og félagsheimilisins Herðubreiðar á Seyðisfirði. Hún gegndi jafnframt starfi meðstjórnanda LungA skólans um nokkurra ára skeið.

„Ég stefni að því að taka til greina víðtæk innlend og alþjóðleg sjónarhorn og styrkja raddir listamanna, sem tilheyra minnihlutahópum og á sama tíma tryggja tengingu Skaftfells við sérstöðu svæðisins og Austurlands. Skaftfell er einstök listamiðstöð sem skipar stóran sess í sögu Seyðisfjarðar og Austurlands.

Það er sannur heiður að fá tækifæri til að halda áfram þeirri listrænu arfleifð og ég hlakka til að vinna með öllum sem að henni koma,“ segir Celia.

Sýningin, sem stendur nú yfir í Skaftafelli ber titilinn „Heiðin“ og er hluti af nýrri dagskrá Skaftfells og er sú fyrsta í nýrri sýningaröð, sem Celia hefur skipulagt.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...

Þörungar, þang og þari
Líf og starf 10. júní 2024

Þörungar, þang og þari

Aukin vakning hefur verið undanfarin ár í vinnslu heilsuafurða úr þörungum, þar ...

Þegar Siggi Dan vann Larsen
Líf og starf 10. júní 2024

Þegar Siggi Dan vann Larsen

Í maí árið 1972 tefldi danski stórmeistarinn Bent Larsen fjöltefli í sænsku borg...

Snillingar og hálfvitar
Líf og starf 7. júní 2024

Snillingar og hálfvitar

Bridds er skemmtileg hugaríþrótt sem reynir á rökhugsun, minni, stærðfræði, taln...