Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Sláturgerð hefur tíðkast frá alda öðli en fólk hefur sterkar skoðanir á hvort ásættanlegt sé að nota gervivambir eður ei.
Sláturgerð hefur tíðkast frá alda öðli en fólk hefur sterkar skoðanir á hvort ásættanlegt sé að nota gervivambir eður ei.
Mynd / Skjáskot
Líf og starf 8. ágúst 2023

Neytandinn saknar vélindiskeppsins

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Enn eru margir sem vilja vambir í sláturgerð en finnst þær orðnar klénar og erfitt að vinna með.

Guðrún Helga Jónsdóttir, 74 ára gamall íbúi í Kópavogi, hafði samband við blaðið og hvatti til eftirgrennslana um hverju sætti að í sláturtíðinni undanfarin 6–8 ár hafi ekki fengist almennilegar vambir til að sauma úr sæmilega stóra keppi. Slitrurnar sem hafi verið í boði nægi í mesta lagi utan um 200 g keppi og enga vélindiskeppi (skammkeppi) að hafa lengur.

„Ég tek slátur og hef gert alla tíð síðan ég var 22 ára og finnst þetta dásamlega góður matur. Undanfarin ár hefur versnað æ meira með vambirnar. Þær eru ekki orðnar neitt nema bara einhverjar slitrur. Verst af öllu var þegar stóri keppurinn, vélindiskeppurinn, var tekinn úr. Þeir eru svo stórir og góðir og gott að setja í þá. Ég skil ekki þessa stefnu að hætta með vélindiskeppina og fara þannig með vambirnar að þær eru ónýtar,“ segir Guðrún. Hún versli slátur hjá Hagkaup og segir fólk gjarnan ræða þetta í sláturtíðinni og alla sammála um að vambamálin séu hreinasta hörmung. „Eigum við að henda þessum mat? Ekki nýta allt af skepnunni?“ spyr hún og hefur áhyggjur af að fólk gefist upp við að nota vambir með þessu áframhaldi og hætti jafnvel að taka slátur. „Með því að hafa þetta svona þá verður markaðurinn eyðilagður,“ segir hún. „Áttu ekki allir að fara í gervivambirnar? Það er bara ekki sami matur.“

SS hefur séð Hagkaup fyrir slátri. Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS, segist reikna með að engin breyting verði á því hjá fyrirtækinu að hirða vambir, líkt og undanfarin ár en vélindiskeppirnir séu ekki seldir með slátrinu. „Við erum ekki að kalóna þá því það svarar ekki kostnaði. Þá, ásamt 90% af vömbum, seljum við í dýrafóðursframleiðslu,“ segir hann.

Þegar keypt er eitt slátur í verslun í sláturtíð inniheldur það vömb, mör, blóð, lifur, hjarta, nýru og sviðinn haus. Árið 2014 var reynt að hætta með vambir hjá SS og þá eingöngu seldar gervivambir, svokallaðir prótínkeppir. Bar SS fyrir sig minnkandi sölu, kostnað, rýrnun við vinnsluna og úreltan tækjabúnað. Um 15 þúsund vambir höfðu selst haustið áður, allar frá SS. Kalónaðar vambir (hreinsaðar með leskjuðu kalki og sjóðheitu vatni) fóru þó aftur í sölu, væntanlega vegna ramakveina viðskiptavina.

Guðrún segist hafa breytt háttum sínum hvað það varðar að sjóða slátur einhver ósköp, 3 og 4 klukkutíma, sem geri það þurrt. Hún láti heldur suðuna koma hægt upp og sjóði svo keppina í hálftíma til þrjú korter, þá verði slátrið mýkra og ljúffengara.

Skylt efni: sláturgerð

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...

Viðburðaríkt ár framundan
Líf og starf 3. apríl 2024

Viðburðaríkt ár framundan

Landbúnaðarsafn Íslands rekur sögu sína til ársins 1940, þegar komið var upp saf...

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný
Líf og starf 3. apríl 2024

Vilja sveitir landsins að iðandi spilamennsku á ný

Sveitir landsmanna iðuðu á árum áður af spilamennsku. Nú er unnið að því að glæð...