Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kort af Rauðasandshreppi norðan heiða. Búseta er á Hvalskeri, Neðri-Tungu og Hænuvík. Í Örlygshöfn var öll þjónusta hins forna hrepps, eða grunnskóli, félagsheimili, verslun, höfn o.fl.
Kort af Rauðasandshreppi norðan heiða. Búseta er á Hvalskeri, Neðri-Tungu og Hænuvík. Í Örlygshöfn var öll þjónusta hins forna hrepps, eða grunnskóli, félagsheimili, verslun, höfn o.fl.
Mynd / Landmælingar Íslands
Líf og starf 8. nóvember 2022

Náttúrufegurð og fólksfækkun

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Þá var tekinn fyrir Rauðisandur, en núna verður hreppnum norðan heiða gerð skil. Þetta landsvæði er með helstu náttúruperlur sunnanverðra Vestfjarða og er straumur ferðamanna mikill. Rauðisandur, Örlygshöfn, minjasafnið á Hnjóti og Látrabjarg hafa verið vinsælir áfangastaðir, en umferð út í Kollsvík hefur aukist á undanförnum misserum.

Hótel Látrabjarg var áður grunnskóli sveitarinnar.

Eins og kom fram í fyrri umfjöllun var íbúafjöldi þessa forna hrepps 93 árið 1993, en hefur fækkað mjög hratt á undanförnum árum.

Nokkuð er af fólki sem heldur til á svæðinu hluta úr ári, en einungis ellefu eru með heilsársbúsetu, þar af sex í Rauðasandshreppi norðan heiða. Tveir bræður eru búsettir á Hvalskeri sem gera út vinnuvélar, hjón á Neðri-Tungu í Örlygshöfn með sauðfé og hjón í Hænuvík með sauðfjárrækt og ferðaþjónustu.

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins var íbúatala hins forna hrepps ranglega talin vera níu og leiðréttist hér með.

Skylt efni: Rauðasandshreppur

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...