Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Mikil ánægja með fjölmenningarráð
Líf og starf 16. febrúar 2024

Mikil ánægja með fjölmenningarráð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjölmenningarráð hefur tekið til starfa í Rangárþingi eystra.

Ráðið á að vera sveitarstjórn til ráðgjafar og upplýsingar um málefni sem tilheyra erlendum íbúum sveitarfélagsins. Ráðið fundar einu sinni í mánuði og fara allir fundir fram á ensku. „Við erum virkilega ánægð með að hafa komið ráðinu á laggirnar því við teljum mjög mikilvægt að raddir íbúa með erlendan bakgrunn heyrist og eigi aðgengi að málefnum sveitarfélagsins. Hlutfall erlendra íbúa hjá okkur í dag er um þrjátíu prósent,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri.

Fimm manns skipa ráðið, allt erlendir íbúar. Auglýst var eftir fulltrúum í þrjár stöður í ráðinu. Sláturfélag Suðurlands tilnefndi einn fulltrúa og ferðaþjónustan í Rangárþingi eystra tilnefndi líka einn fulltrúa. Gina Christie hefur verið kjörin formaður ráðsins. Með ráðinu starfar Helga Guðrún Lárusdóttir, sem er fjölmenningarfulltrúi Rangárþings eystra.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...