Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Mikil ánægja með fjölmenningarráð
Líf og starf 16. febrúar 2024

Mikil ánægja með fjölmenningarráð

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Fjölmenningarráð hefur tekið til starfa í Rangárþingi eystra.

Ráðið á að vera sveitarstjórn til ráðgjafar og upplýsingar um málefni sem tilheyra erlendum íbúum sveitarfélagsins. Ráðið fundar einu sinni í mánuði og fara allir fundir fram á ensku. „Við erum virkilega ánægð með að hafa komið ráðinu á laggirnar því við teljum mjög mikilvægt að raddir íbúa með erlendan bakgrunn heyrist og eigi aðgengi að málefnum sveitarfélagsins. Hlutfall erlendra íbúa hjá okkur í dag er um þrjátíu prósent,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri.

Fimm manns skipa ráðið, allt erlendir íbúar. Auglýst var eftir fulltrúum í þrjár stöður í ráðinu. Sláturfélag Suðurlands tilnefndi einn fulltrúa og ferðaþjónustan í Rangárþingi eystra tilnefndi líka einn fulltrúa. Gina Christie hefur verið kjörin formaður ráðsins. Með ráðinu starfar Helga Guðrún Lárusdóttir, sem er fjölmenningarfulltrúi Rangárþings eystra.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...