Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þrjú efstu sætin í „Athyglisverðasti liturinn“ sem kosinn er af áhorfendum.
Þrjú efstu sætin í „Athyglisverðasti liturinn“ sem kosinn er af áhorfendum.
Mynd / Eiríkur Vilhelm Sigurðsson
Líf og starf 26. október 2015

Litskrúðugt fé í Holta- og Landsveit

Hin árlega fjárlitasýning hjá fjárræktarfélaginu Lit í Holta- og Landsveit var haldin sunnudaginn 4. október síðastliðinn. 
 
Sýningin var haldin í Árbæjar­hjáleigu og þar gat að líta margar skemmtilegar litasamsetningar, en litafjölbreytileiki er einmitt eitt af einkennum íslenska sauðfjárstofnsins. 
 
Kristinn Guðnason í Árbæjar­hjáleigu vestan Ytri-Rangár, kynnir sýningarinnar, segir að þessi sýning veki stöðugt meiri áhuga, en um 150 manns mættu á litasýninguna að þessu sinni. Formaður fjárræktarfélagsins Lits er Guðlaugur Kristmundsson í Lækjarbotnum, en dómarar voru Sigurgeir Þorgeirsson og Jón Vilmundarson. Var féð dæmt eftir lit og gerð og gilti það til helminga.Verðlaun voru veitt þremur efstu í eftirfarandi flokkum:
  • Lambgimbrar
  • Lambhrútar
  • Ær með lömbum
  • Hrútar með afkvæmum
  • Sérstakasti liturinn – kosinn af gestum.
Á hverju ári gefur eitthvert býlið gimbur sem er boðin upp og stendur hún undir kostnaði við sýningarhaldið. Boðin var upp botnótt gimbur frá Skarði og var það Lilja í Djúpadal sem bauð hæst. 

18 myndir:

Nýir Íslandsmeistarar
Líf og starf 14. mars 2025

Nýir Íslandsmeistarar

Landsliðsmennirnir Sigurbjörn Haraldsson og Magnús Magnússon urðu Íslandsmeistar...

Góður í dreifbýli og borg
Líf og starf 13. mars 2025

Góður í dreifbýli og borg

Bændablaðið fékk til prufu nýjan rafmagnsbíl af gerðinni Polestar 3. Þessi bílat...

Ljóðskáld á tíræðisaldri
Líf og starf 12. mars 2025

Ljóðskáld á tíræðisaldri

Ásmundur Magnús Hagalínsson hefur gefið út sína fyrstu ljóðabók, en hann er nýor...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 10. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn kemur sterkur inn í næstu vikur. Hann þarf að nýta krafta sína vel o...

Nýburagjafir vekja lukku
Líf og starf 5. mars 2025

Nýburagjafir vekja lukku

Nokkur sveitarfélög halda uppi þeirri skemmtilegu hefð að gefa nýburum ársins í ...

Litrík snjókorn
Líf og starf 5. mars 2025

Litrík snjókorn

Prjónuð peysa úr 1 þræði DROPS Fabel og 1 þræði DROPS Brushed Alpaca Silk. Stykk...

Galdrarnir gerast á hverri æfingu
Líf og starf 4. mars 2025

Galdrarnir gerast á hverri æfingu

Sextíu manns koma að uppsetningu söngleiksins vinsæla Lands míns föður sem sýndu...

Norðurlandamót ungmenna í skák
Líf og starf 4. mars 2025

Norðurlandamót ungmenna í skák

Norðurlandamót ungmenna í skák fór fram í Borgarnesi 14. - 16. febrúar. Mótið á ...