Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Birkikemba í birkilaufblaði.
Birkikemba í birkilaufblaði.
Mynd / Edda S. Oddsdóttir.
Líf og starf 29. júlí 2021

Leita eftir upplýsingum um skaðvalda á trjám

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknasvið Skógræktarinnar hvetur fólk til að líta eftir skaðvöldum á trjám og runnum um allt land og láta vita ef vart verður við áberandi eða óvenjulegar skemmdir vegna smádýra, sjúkdóma, veðurs eða annars sem skemmt getur trjágróður. Myndir og greinargóðar lýsingar eru vel þegnar.

Nú þegar sumarið er í algleymingi og allt er lifnað við óskar starfsfólk Mógilsár, rannsóknasviðs Skóg­ræktarinnar, eftir því að fólk um allt land sendi upplýsingar um ástand skóga þar sem farið er um, sérstaklega ef vart verður við einhvers konar óværu á trjánum. Þetta samstarf við fólkið í landinu hefur reynst afar vel undanfarin ár og er öllum sem hafa veitt upplýsingar um skaðvalda sendar bestu þakkir.

Asparglytta, birkikemba og birkiþéla dreifa sér hratt

Sérstaklega er fólk beðið um að hafa augun opin fyrir nýjum pestum á viðkomandi svæðum. Skaðvaldar eins og asparglytta, birkikemba og birkiþéla virðast til dæmis vera að dreifa sér hratt um landið um þessar mundir. Einnig væri dýrmætt að fá svar við spurningunni:„Hver/hverjir finnst þér vera mest áberandi skaðvaldarnir á trjám í þínum landshluta/svæði í ár?“

Myndir mjög gagnlegar

Myndir mega gjarnan fylgja með enda geta þær verið mjög gagnlegar til að staðfesta greiningar. Allar myndir eru vistaðar í gagnagrunni þar sem skráð er hver er höfundur eða rétthafi þeirra. Gengið er út frá því að myndir sem fólk sendir megi nota á glærum fyrirlestra, þar sem ljósmyndara er getið, en óskað verður leyfis ef ætlunin er að nota þær til opinberrar birtingar, svo sem í Ársriti Skógræktarinnar, á vefnum, í prentmiðlum o.þ.h. Vilji fólk ekki að myndir séu notaðar með þeim hætti er fólk hvatt til að geta þess um leið og myndirnar eru sendar.

Nánari upplýsingar gefur Brynja Hrafnkelsdóttir á Mógilsá. Hún tekur líka við upplýsingum um skaðvalda á netfanginu brynja@skogur.is.

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars
Líf og starf 22. febrúar 2024

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars

Vatnsberinn tekur nú fyrstu skref í því sem mun hafa afar mikil áhrif á líf hans...

Teista
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kr...

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar
Líf og starf 20. febrúar 2024

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar

Vatnsberinn er óvenju bjartsýnn á komandi vikur og hefur í kollinum hugmyndir að...

Hvanneyrar-pistlar
Líf og starf 19. febrúar 2024

Hvanneyrar-pistlar

Hvanneyri í Borgarfirði er vel þekktur skólastaður. Að stofni til byggðarhverfi ...

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa
Líf og starf 16. febrúar 2024

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa

Einn af meginþáttum þorra er neysla hefðbundinna íslenskra matvæla sem kallast þ...

Mikil ánægja með fjölmenningarráð
Líf og starf 16. febrúar 2024

Mikil ánægja með fjölmenningarráð

Fjölmenningarráð hefur tekið til starfa í Rangárþingi eystra.

Stemning á þorrablótum
Líf og starf 15. febrúar 2024

Stemning á þorrablótum

Nú hefur þorrinn gengið í garð og lyfta landsmenn sér upp á þorrablótum. Þegar þ...

Kúfskelin verður allra dýra elst
Líf og starf 13. febrúar 2024

Kúfskelin verður allra dýra elst

Elsta kúfskel sem fundist hefur við Ísland klaktist árið 1499; um það bil sem Sv...