Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Kveður mjólkurbúið eftir nær hálfa öld
Mynd / mhh
Líf og starf 2. febrúar 2024

Kveður mjólkurbúið eftir nær hálfa öld

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Jónas Rafn Lilliendahl mjólkurfræðingur náði þeim merkilega áfanga að vinna í 47 ár á sama vinnustaðnum um áramótin.

Jónas lét formlega af störfum hjá mjólkurbúinu á Selfossi, nú MS, um áramótin eftir farsælt starf. „Ég hóf störf hjá Mjólkurbúi Flóamanna í apríl árið 1977 og fór á samning þá um haustið. Mjólkuriðnin heillaði mig, ég þekkti til nokkurra manna í mjólkurbúinu og ákvað að sækja um vinnu, sem ég fékk.

Ég hef unnið við svo að segja allar framleiðslugreinar sem voru í búinu, eins og ostagerð, smjör- og skyrgerð, í vélasal, mjölvinnslu og endaði síðustu árin á rannsóknarstofunni við gæðaeftirlit framleiðslunnar,“ segir Jónas Rafn. „Það sem hefur breyst gríðarlega gegnum árin er að tæknin hefur verið innleidd í nánast allt sem að framleiðslunni kemur. Áður voru nánast allir hlutir gerðir með höndunum en nú fara allar stýringar, stillingar og framleiðsluferlið í gegnum tölvu þannig að það er mikil breyting. Það var ekki óalgengt að maður gengi marga kílómetra í vinnunni dag hvern en nú er mest setið við tölvur, þó ekki alls staðar,“ segir Jónas Rafn og hlær.

En er ekki skrýtið að þurfa ekki að mæta lengur til vinnu? „Jú og nei, en ég hætti mjög sáttur því ég var búinn að gíra mig niður í 50% starf síðustu þrjú árin og búinn að undirbúa mig þannig að ég hef að nógu að hverfa.

Við hjónin erum búsett í Tjarnarbyggð í Árborg og erum með lítið gestahús í ferðaþjónustu, sem ég sé um þannig að ég er ekki hættur að vinna, skipti bara um starfsvettvang. Einnig erum við með hesthús á hlaðinu og tekur það alltaf tíma að hugsa um hrossin og ríða út. Ég hef verið heppinn í lífinu og lífið er mér ljúft í dag, gott að fá að eldast og njóta með fjölskyldunni,“ segir Jónas Rafn, alsæll og kátur með þessi tímamót í lífi sínu nú þegar nýr kafli tekur við.

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?
Líf og starf 6. desember 2024

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Á döfinni í desember
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.