Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Kókoskúlur
Líf og starf 9. nóvember 2023

Kókoskúlur

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Þann 30. apríl árið 1933 sást hin fyrsta kókoskúluauglýsing skjóta upp kollinum í blöðum Íslendinga.

Var það auglýsing frá Brjóstsykurs og sætindaverksmiðju / efnagerð – Umboðsverslun og Heildsölu Magnúsar Th. S. Blöndalh, sem staðsett var í Vonarstræti 4b. Þar var kókoskúlan talin upp ásamt fleira söluvænu hnossgæti.

Þarna hefur verið um að ræða kókoskúlur gerðar úr kakó, sykri og kókosmjölsblöndu, sætar litlar kúlur sem bráðnuðu í munni eins og nokkrir eldri borgarar rifjuðu upp á dögunum.

Farið yfir söguna
Auglýsing dagblaðsins Vísi í apríl fyrir 90 árum síðan kynnti sætindi á borð við kókoskúlur. Mynd / timarit.is

Gegnum tíðina hafa svo hinar ýmsu uppskriftir að kókoskúlum fundist í helstu uppskriftaritum. Fyrst um sinn, eða í kjölfar stríðsáranna síðari, voru þær heldur fábrotnar, og hljóðuðu á þá leið að hræra mætti saman 250 g af kókosmjöli, 75 g af smjöri, svo 25 g kakói, 175 g flórsykri og 2 dl af rjóma ( sem mátti reyndar sleppa).

Aðferðinni var lýst í tímaritinu Melkorku, (sem sérstaklega var ætlað konum), þann 1. nóvember árið 1957: „Kakó og flórsykur siklað saman, allt blandað og hitað upp yfir vægum hita, þangað til deigið loðir saman.
Látið það kólna og búið til kúlur, dýfið þeim í kókosmjöl. Geymið á köldum stað í þéttri dós.“

Um tuttugu árum síðar var uppskriftin orðin heldur dýrari, en í Dagblaðinu þann 11.12 1976 birtist eftirfarandi: „3 stórar matskeiðar smjör, 125 g flórsykur, 125 g kókó, 3 matskeiðar rjómi og lítið glas af koníaki. Öllu er hrært vel saman og búnar til kúlur, sem velt er upp úr kókosmjöli og látnar standa á köldum stað. Bezt að geyma kúlurnar í luktri dós í ísskápnum.“

Í kringum árið 1980 fór svo haframjöls að gæta í uppskriftunum og þótti slíkt jafnan smart í matreiðslutímum hinna helstu grunnskóla. Útkoman á þeim vígvelli var oft upp og ofan en nú gæti einhver farið að spyrja sig hvers vegna verið er að rekja feril kókoskúlunnar.

Endurnýtanleg, sjálfbær og kolefnishlutjöfnuð

Jú – það er nefnilega svo merkilegt, að eins og alþjóð veit, er í tísku allt sem fellur undir þann staðal að vera endurnýtanlegt, sjálfbært, kolefnis-

Caption

jafnað og þar fram eftir götunum – og viti menn. Kókoskúla sú sem hefur fengist í bakaríum í áratugi fellur undir alla þessa flokka.

Þarna er um að ræða óskaplegt gómsæti, samansett úr því sem til fellur (sjálfbært/ endurnýtanlegt). Í stað þess að henda gömlum vínarbrauðsendum, formkökum eða því sem til fellur er því blandað saman, romm- og kakóbættu. Því næst eru mótaðar kúlur sem ekki þarf að baka (kolefnisjöfnun) og þeim velt upp úr kókos.

Eða eins og einn vinsælasti bakari landsins orðar það:
„Þetta er ansi einfalt, bara hræra saman gömlum kökum, marmelaði, kakó og rommi. Croissant-afgangar mega fara í þetta líka, en þá þarf að passa að hnoða það nógu lengi. Ég hef annars ekki gert þetta i mörg ár… Þetta er þó bakkelsi sem stendur alltaf fyrir sínu og alltaf jafn vinsælt, hvar á landinu sem er.“

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...