Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Reynir Pétur Steinunnarson, garðyrkjubóndi á Sólheimum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Reynir Pétur Steinunnarson, garðyrkjubóndi á Sólheimum og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Líf og starf 18. janúar 2024

Knútur Rafn og Reynir Pétur sæmdir fálkaorðu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Forseti Íslands sæmdi 14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag.

Að þessu sinni voru tveir í þeim hópi sem tengja má við íslenskan landbúnað. Knútur Rafn Ármann, framkvæmdastjóri og eigandi Friðheima, var sæmdur riddarakrossi fyrir frumkvöðlastarf á sviði matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu og atvinnuuppbyggingar. Friðheimar eru fjölskyldufyrirtæki þar sem stunduð er ylrækt á grænmeti, hrossarækt og ferðaþjónusta.

Reynir Pétur Steinunnarson, garðyrkjubóndi á Sólheimum, fékk riddarakross fyrir afrek og framgöngu í þágu fatlaðra. Hann hefur lengi starfað við garðyrkjustöðina Sunnu sem er starfrækt á Sólheimum. Hann er meðal annars kunnur fyrir að hafa gengið hringveginn í kringum landið sumarið 1985 í þeim tilgangi að safna fjármagni til að hægt yrði að byggja íþróttahús á Sólheimum.

Knútur Rafn Ármann framkvæmdastjóri og eigandi Friðheima.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...