Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Jólamarkaðurinn í Ásgarði, verður haldinn 2. desember á milli kl. 12-17.
Jólamarkaðurinn í Ásgarði, verður haldinn 2. desember á milli kl. 12-17.
Mynd / Hörður Kristjánsson
Líf og starf 30. nóvember 2023

Jólamarkaðir í desember

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Hinn árlegi Jólamarkaður Miðjunnar verður haldinn í Framsýnarsalnum 1. desember á milli kl. 15 -19 að Garðarsbraut 265, 640 Norðurþingi. Vel valin jólalög verða sungin klukkan 17:30.

Jólamarkaður Skógarlundar,Akureyri verður haldinn dagana 1. og 2. desember. Opið verður á föstudeginum á milli kl. 9-17 og á laugardeginum á milli kl. 11-14.

Jólamarkaður MÓA að Bolholti 4, 2. hæð, býður gesti velkomna laugardaginn 2. desember á milli kl. 14–17. Kakósmakk & MÓA te í boði.

Haldinn verður Jólamarkaður Hvammstanga, í félagsheimilinu þann 2. desember á milli kl. 12-16. Frekari upplýsingar og básaleiga er hjá Þórunni á netfanginu: thorunnyr@centrum.is.

Jólamarkaður Gjólu verður haldinn að Markholti 2, 270 Mosfellsbæ, laugardaginn 2. desember á milli kl. 12-16.

Jólamarkaður Hamrahlíðar verður haldinn í Kjarnanum - Mosfellsbæ, fyrir framan bókasafnið, laugardaginn 2. desember á milli kl. 13-18.

Jólamarkaðurinn í Ásgarði, vernduðum vinnustað í Mosfellsbæ, verður haldinn í Álafosskvosinni 2. desember á milli kl. 12-17.

Jólamarkaður Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í jólamarkaði á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi, laugardaginn 2. desember á milli kl. 10-16.

Jólamarkaður verður haldinn í félagsheimili Hrunamannahrepps, laugardaginn 2. desember á milli kl. 14-16, kveikt verður á jólatré klukkan 14 og jólasveinar mæta um klst. síðar.

Jólamarkaður Kvenfélags Laugdæla verður haldinn í Héraðsskólanum á Laugarvatni laugar- daginn 2. desember á milli kl. 13-16. Borðapantanir eru hjá Heiðu, í síma 866-8100 eða á netfanginu: heidagehr@outlook.com.

Hinn árlegi Jólamarkaður í Skjólbrekku, 660 Skútustaðahreppi í Mývatnssveit, verður haldinn 2. desember á milli kl. 12-17. Þennan sama dag verður opnunarhátíð jólasveinanna í Dimmuborgum frá kl. 11-14 og jólasveinabaðið í Jarðböðunum við Mývatn kl. 16.

Jólamarkaður Zontakvenna verður haldinn í Zontahúsinu, Aðalstræti 54, 600 Akureyri laugardaginn 2. desember á milli kl. 12-17.

Fyrstu helgina í aðventu, dagana 2.-3. desember á milli kl. 13-17 verður Jólamarkaður Dalamanna og nærsveitunga í Sælukotinu Árbliki haldinn. Frekari uppl. í síma 893-0913 hjá henni Ester.

Jólamarkaður Svövuhúss fer fram þann 3. desember á milli kl. 12-19, en þar er boðið upp á perúskt kakó. Ekið er inn afleggjara Hólmslands af Suðurlandsveginum, en Svövuhús er staðsett í beinni línu frá þeim vegi áður en beygt er til hægri áfram Hólmslandsveginn. Frekari upplýsingar má finna á Facebook.

Jólamarkaðurinn á hjúkrunarheimilinu Hvammi verður haldinn í handavinnusalnum á Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík, nánar tiltekið dagana 4-8. desember á milli kl. 13-15.

Jólamarkaður Hæfingarstöðvarinnar að Dalvegi 18, Kópavogi, verður haldinn fimmtudaginn 7. desember á milli kl. 10-16.

Jólamarkaður í Holtseli við Finnastaðaveg, 605 Akureyri, verður haldinn laugardaginn 9. desember og kíkir jólasveinninn í heimsókn um klukkan 15:30.

Staðið verður fyrir Jólamarkaði Hlégarðs, Háholti 2, 270 Mosfellsbæ, laugardaginn 9. desember á milli kl. 14-17.

Jólamarkaðurinn Saman verður haldinn í Hörpu, laugardaginn 9. desember á milli kl. 12-18.

Haldinn verður Jólamarkaður Gljúfrastofu í Ásbyrgi, 671 Kópaskeri, laugardaginn 9.
desember á milli kl. 13-17.

Jólamarkaður í Norska húsinu, byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla, verður haldinn laugardaginn 9. desember á milli kl. 14-16 og fimmtudagskvöldið 14. desember á milli klukkan 20-22.

Jólamarkaður Öldunnar verður haldinn þann 13. desember að Sólbakka 4, 310 Borgarbyggð í Borgarnesi og hefst hann klukkan 12:30.

Laugardaginn 16. desember á milli kl. 12-17 verður haldinn Jólamarkaður í Hlöðunni á Sveitasetrinu Brú, Brúarholti 2, 805 Selfossi. Enn eru endurgjaldslausir básar í boði fyrir þá sem vilja taka þátt.

Jólamarkaðurinn á Akratorgi, Akranesi er opinn helgarnar 2.-3. desember og 9.-10. desember á milli kl. 13-18.

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er opinn allar aðventuhelgar 2023, á milli kl. 12-17.

Matarmarkaður Íslands verður haldinn í Hörpu helgina 16-17 des. á milli kl. 11-17. Má ætla að þar verði ýmislegt gott í tilefni jólanna.

Jólakvosin, jólamarkaður á Ingólfstorgi við skautasvell Nova á milli kl. 12-20. Opinn fyrstu þrjár aðventuhelgarnar og svo frá og með 20.-23. desember. Á Þorláksmessu er svo opið til kl. 23.

Jólaþorp Hafnarfjarðar er opið föstudag á milli kl. 17-20, laugar- og sunnudaga á milli kl. 13-18 og á Þorláksmessu á milli kl. 13-21.

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...