Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Jólamarkaðurinn í Ásgarði, verður haldinn 2. desember á milli kl. 12-17.
Jólamarkaðurinn í Ásgarði, verður haldinn 2. desember á milli kl. 12-17.
Mynd / Hörður Kristjánsson
Líf og starf 30. nóvember 2023

Jólamarkaðir í desember

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Hinn árlegi Jólamarkaður Miðjunnar verður haldinn í Framsýnarsalnum 1. desember á milli kl. 15 -19 að Garðarsbraut 265, 640 Norðurþingi. Vel valin jólalög verða sungin klukkan 17:30.

Jólamarkaður Skógarlundar,Akureyri verður haldinn dagana 1. og 2. desember. Opið verður á föstudeginum á milli kl. 9-17 og á laugardeginum á milli kl. 11-14.

Jólamarkaður MÓA að Bolholti 4, 2. hæð, býður gesti velkomna laugardaginn 2. desember á milli kl. 14–17. Kakósmakk & MÓA te í boði.

Haldinn verður Jólamarkaður Hvammstanga, í félagsheimilinu þann 2. desember á milli kl. 12-16. Frekari upplýsingar og básaleiga er hjá Þórunni á netfanginu: thorunnyr@centrum.is.

Jólamarkaður Gjólu verður haldinn að Markholti 2, 270 Mosfellsbæ, laugardaginn 2. desember á milli kl. 12-16.

Jólamarkaður Hamrahlíðar verður haldinn í Kjarnanum - Mosfellsbæ, fyrir framan bókasafnið, laugardaginn 2. desember á milli kl. 13-18.

Jólamarkaðurinn í Ásgarði, vernduðum vinnustað í Mosfellsbæ, verður haldinn í Álafosskvosinni 2. desember á milli kl. 12-17.

Jólamarkaður Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu tekur þátt í jólamarkaði á Eiðistorgi, Seltjarnarnesi, laugardaginn 2. desember á milli kl. 10-16.

Jólamarkaður verður haldinn í félagsheimili Hrunamannahrepps, laugardaginn 2. desember á milli kl. 14-16, kveikt verður á jólatré klukkan 14 og jólasveinar mæta um klst. síðar.

Jólamarkaður Kvenfélags Laugdæla verður haldinn í Héraðsskólanum á Laugarvatni laugar- daginn 2. desember á milli kl. 13-16. Borðapantanir eru hjá Heiðu, í síma 866-8100 eða á netfanginu: heidagehr@outlook.com.

Hinn árlegi Jólamarkaður í Skjólbrekku, 660 Skútustaðahreppi í Mývatnssveit, verður haldinn 2. desember á milli kl. 12-17. Þennan sama dag verður opnunarhátíð jólasveinanna í Dimmuborgum frá kl. 11-14 og jólasveinabaðið í Jarðböðunum við Mývatn kl. 16.

Jólamarkaður Zontakvenna verður haldinn í Zontahúsinu, Aðalstræti 54, 600 Akureyri laugardaginn 2. desember á milli kl. 12-17.

Fyrstu helgina í aðventu, dagana 2.-3. desember á milli kl. 13-17 verður Jólamarkaður Dalamanna og nærsveitunga í Sælukotinu Árbliki haldinn. Frekari uppl. í síma 893-0913 hjá henni Ester.

Jólamarkaður Svövuhúss fer fram þann 3. desember á milli kl. 12-19, en þar er boðið upp á perúskt kakó. Ekið er inn afleggjara Hólmslands af Suðurlandsveginum, en Svövuhús er staðsett í beinni línu frá þeim vegi áður en beygt er til hægri áfram Hólmslandsveginn. Frekari upplýsingar má finna á Facebook.

Jólamarkaðurinn á hjúkrunarheimilinu Hvammi verður haldinn í handavinnusalnum á Vallholtsvegi 15, 640 Húsavík, nánar tiltekið dagana 4-8. desember á milli kl. 13-15.

Jólamarkaður Hæfingarstöðvarinnar að Dalvegi 18, Kópavogi, verður haldinn fimmtudaginn 7. desember á milli kl. 10-16.

Jólamarkaður í Holtseli við Finnastaðaveg, 605 Akureyri, verður haldinn laugardaginn 9. desember og kíkir jólasveinninn í heimsókn um klukkan 15:30.

Staðið verður fyrir Jólamarkaði Hlégarðs, Háholti 2, 270 Mosfellsbæ, laugardaginn 9. desember á milli kl. 14-17.

Jólamarkaðurinn Saman verður haldinn í Hörpu, laugardaginn 9. desember á milli kl. 12-18.

Haldinn verður Jólamarkaður Gljúfrastofu í Ásbyrgi, 671 Kópaskeri, laugardaginn 9.
desember á milli kl. 13-17.

Jólamarkaður í Norska húsinu, byggðasafni Snæfellinga og Hnappdæla, verður haldinn laugardaginn 9. desember á milli kl. 14-16 og fimmtudagskvöldið 14. desember á milli klukkan 20-22.

Jólamarkaður Öldunnar verður haldinn þann 13. desember að Sólbakka 4, 310 Borgarbyggð í Borgarnesi og hefst hann klukkan 12:30.

Laugardaginn 16. desember á milli kl. 12-17 verður haldinn Jólamarkaður í Hlöðunni á Sveitasetrinu Brú, Brúarholti 2, 805 Selfossi. Enn eru endurgjaldslausir básar í boði fyrir þá sem vilja taka þátt.

Jólamarkaðurinn á Akratorgi, Akranesi er opinn helgarnar 2.-3. desember og 9.-10. desember á milli kl. 13-18.

Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er opinn allar aðventuhelgar 2023, á milli kl. 12-17.

Matarmarkaður Íslands verður haldinn í Hörpu helgina 16-17 des. á milli kl. 11-17. Má ætla að þar verði ýmislegt gott í tilefni jólanna.

Jólakvosin, jólamarkaður á Ingólfstorgi við skautasvell Nova á milli kl. 12-20. Opinn fyrstu þrjár aðventuhelgarnar og svo frá og með 20.-23. desember. Á Þorláksmessu er svo opið til kl. 23.

Jólaþorp Hafnarfjarðar er opið föstudag á milli kl. 17-20, laugar- og sunnudaga á milli kl. 13-18 og á Þorláksmessu á milli kl. 13-21.

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar
Líf og starf 1. mars 2024

Auðugri framtíðarsýn Dalabyggðar

Eins og áður hefur verið kynnt hafa alls 14 byggðarlög hérlendis tekið þátt í ve...

Fagleg og fræðandi afmælissýning
Líf og starf 26. febrúar 2024

Fagleg og fræðandi afmælissýning

Hálfrar aldar afmæli Félags tamningamanna var haldið hátíðlegt þann 17. febrúar ...

Bændur ræddu málin í borginni
Líf og starf 26. febrúar 2024

Bændur ræddu málin í borginni

Hátt í tvö hundruð bændur voru saman komnir á Hilton Reykjavík Nordica þann 12. ...

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars
Líf og starf 22. febrúar 2024

Stjörnuspá 22. febrúar - 7. mars

Vatnsberinn tekur nú fyrstu skref í því sem mun hafa afar mikil áhrif á líf hans...

Teista
Líf og starf 21. febrúar 2024

Teista

Teista er meðalstór svartfugl sem finnst víða meðfram ströndinni allt árið um kr...

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar
Líf og starf 20. febrúar 2024

Stjörnuspá 8. febrúar - 22. febrúar

Vatnsberinn er óvenju bjartsýnn á komandi vikur og hefur í kollinum hugmyndir að...

Hvanneyrar-pistlar
Líf og starf 19. febrúar 2024

Hvanneyrar-pistlar

Hvanneyri í Borgarfirði er vel þekktur skólastaður. Að stofni til byggðarhverfi ...

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa
Líf og starf 16. febrúar 2024

Hrútspungar og heimagerð BBQ-sósa

Einn af meginþáttum þorra er neysla hefðbundinna íslenskra matvæla sem kallast þ...