Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Í ævintýraför með undradrykk
Líf og starf 3. október 2019

Í ævintýraför með undradrykk

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Hjónin Manuel Plasencia Gutierrez og Ragna Björk Guðbrandsdóttir byrjuðu að framleiða kombucha-drykkinn fyrir tveimur árum og í fyrstu var einungis hægt að fá drykkinn á krana hjá fáeinum aðilum. Í dag eru drykkir þeirra í níu mismunandi bragðtegundum seldir um allt land og virðist sem Íslendingar hafi tekið vel í þessa nýjung á markaðnum. 
 
„Manuel hefur lengi haft mikinn áhuga á því flókna ferli sem fer í gang við gerjun og hefur í mörg ár verið að gera ýmsar tilraunir. Eftir að hafa aflað sér upplýsinga um hráefni til bruggunar rakst hann á forna aðferð við að gerja te-Kombucha. Manuel fann fljótt fyrir jákvæðum áhrifum á líðan eftir að hafa drukkið kombucha reglulega og þá fyrst og fremst á magaflóruna. Sjálf hef ég ástríðu fyrir heilbrigðu líferni og finnst mikilvægt að láta gott af mér leiða, bæði fyrir samfélagið og náttúruna. Þarna rann þetta tvennt vel saman. Við áttuðum okkur fljótlega á sérstöðu Kombucha-drykkjarins og langaði okkur til að deila þessum undrarykk með sem flestum og þá hófst kombucha-ævintýrið okkar,“ útskýrir Ragna. 
 
Heilsusamlegur svaladrykkur
 
Kombucha Iceland er lítið fjölskyldu­fyrirtæki rekið af hjónunum og fögnuðu þau tveggja ára afmæli fyrirtækisins í ágúst síðastliðnum. 
 
„Í byrjun var hægt að fá drykkinn á krana hjá nokkrum aðilum, þá gat fólk komið með eigin flösku og fyllt á. Í dag erum við mjög stolt af því að geta boðið upp á áfyllingar á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, hjá Frú Laugu í Laugardal, Sólir jóga úti á Granda, Mamma veit best í Kópavogi og Litlu hönnunarbúðinni í Hafnarfirði. Nú nýlega hefur bæst við áfyllingarstöð í Fisk kompaní á Akureyri og í Húsi handanna á Egilsstöðum. Þetta fyrirkomulag leggst vel í kramið hjá fólki sem hugsar um umhverfið og vill sniðganga óþarfa umbúðir. Við hlökkum til að kynna drykkinn fyrir fólki á Austurlandi en við munum taka þar þátt í viðburði sem tengist plastlausum september. Við erum alltaf að leita að nýjum endursöluaðilum og okkur langar að fólk geti nálgast Kombucha Iceland hvar sem er á landinu,“ segir Ragna og aðspurð um hvað kombucha sé í raun er hún fljót til svars:
 
„Kombucha er gerjað te sem inniheldur fjölbreytt úrval af heilsu­bætandi efnasamböndum. Þetta er sem sagt heilsusamlegur svaladrykkur sem inniheldur mikið af góðgerlum. Drykkurinn er aðeins súr með náttúrulegri kolsýru en einstaklega hressandi. Það sem er sérstakt við drykkinn er botn­fallið sem sjá má en er fullkomlega eðlilegt og einnig í sumum tilfellum er hægt að sjá fljótandi SCOBY (örveruþyrping) í flöskunni, ef að maður er heppinn.“
 
Fá hvatningu og innblástur
 
Fyrsta árið sem þau hjónin fram­leiddu drykkinn seldu þau að meðaltali 1600 lítra á mánuði og hefur salan aukist jafnt og þétt frá byrjun. Í dag selja þau drykkinn með 9 mismunandi bragðtegundum. 
 
„Við erum fyrst og fremst craft brugghús þar sem okkar aðalvara er Kombucha en við gerum margar tilraunir með bragðsamsetningar. Okkar helstu bragðtegundir eru engifer, krækiber, glóaldin, spirulina, rabarbari-vanilla, original, rauðrófa og mynta,“ útskýrir Ragna og segir jafnframt:
 
„Við gerð kombucha er byrjað á því að hella upp á gæða te og lífrænum sykri er bætt út í. Þegar teið nær réttu hitastigi er gerjunin sett í gang. Um er að ræða svipað ferli og við framleiðslu á jógúrti, súrkáli og kefir. Notuð er lifandi örveruþyrping sem kallast SCOBY (e.Symbiotic Solony of Bacteria and Yeast) sem knýr áfram gerjunina og nærist á sykrinum og koffíninu úr teinu. Við gerjunina breytir SCOBY teinu yfir í flókinn og bragðgóðan drykk, stútfullan af góðgerlum, sýrum og fleira. Það gleður okkur mikið að sjá hversu hratt kombucha-samfélagið á Íslandi hefur vaxið á þessum tíma frá því að við byrjuðum. Okkar helsta hvatning og innblástur kemur frá okkar tryggu kombucha-unnendum.

Skylt efni: kombucha

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...