Hvernig bændur yrðu forsetaframbjóðendurnir?
Mynd / Aðsendar
Líf og starf 27. maí 2024

Hvernig bændur yrðu forsetaframbjóðendurnir?

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Kjör forseta Íslands fer fram þann 1. júní nk. Tólf einstaklingar eru í framboði. Bændablaðinu lék hugur á að vita hvernig búskap forsetaframbjóðendurnir gætu hugsað sér að leggja fyrir sig, yrðu þau bændur. Ekki stóð á áhugaverðum svörum.

Arnar Þór Jónsson: Í hvirfilvindi framboðsvinnunnar sé ég í hillingum jarðtengda tilveru sauðfjárbóndans og reglubundið líf kúabóndans, enda er landbúnaðurinn undirstöðuatvinnugrein og varðar þjóðaröryggi. Starf bóndans á að njóta umbunar og virðingar í samræmi við það.

Ásdís Rán Gunarsdóttir: Ég er fædd á Egilsstöðum og á sterkar rætur í Fellum á Héraði enda af Ekkjufellsættinni. Ung kynntist ég sveitastörfum á Héraði og Melum í Hrútafirði, þá strax orðin mikið náttúrubarn, elskaði sveitina og hafði dálæti á dýrum og langaði að verða dýralæknir. Hefði ég farið út í búskap þá hefði hrossarækt og hestabúgarður líklegast orðið fyrir valinu.

Ástþór Magnússon: Afi minn var bóndi og ég myndi eins og hann verða góður bóndi. Mér finnst vænt um dýr og hef mikla ánægju af að umgangast þau. Stundum finnst mér þau betri félagar en mannfólkið. Ég myndi því í búskap leitast við að hafa dýravelferð í forgrunni.

Baldur Þórhallsson: Mig dreymir um að verða aftur sauðfjárbóndi og hrossaræktandi. Það er það skemmtilegasta sem ég hef gert. Mig langar líka að vera með landnámshænur og reyndi að fá leyfi til að reisa lítinn hænsnakofa við húsið mitt í Vesturbæ Reykjavíkur en fékk það ekki samþykkt. En minn tími mun koma í sauðfjár-, hrossa- og hænsnarækt.

Eiríkur Ingi Jóhannsson: Ég yrði sauðfjárbóndi. Mér finnst að hlúa verði betur að sauðfjárbúskapnum í dag, ef við ætlum að tryggja okkur að það sé til kjöt í landinu ef illa fer fyrir innflutningi á fóðri, því blessuð svínin og kjúklingurinn hafa enga tilvist hér á landi án þessa innflutta fóðurs. Svo er lambið langbesta kjötið og líður manni alltaf betur eftir góðan lambabita. Það hlýtur að vera slefefni í lambakjötinu sem við Íslendingar erum háð eftir þessi árhundruð sem kindin hefur haldið okkur á lífi. Blessuð kindin.

Halla Hrund Logadóttir: Amma og afi voru með blandaðan búskap og draumurinn var alltaf að fara í Bændaskólann á Hvanneyri eða á hestabraut á Hóla og verða bóndi. Ef ég væri í búskap í dag myndi ég vilja vera með hesta og kindur og helst þróa eigin vörumerki og matvöru.

Halla Tómasdóttir: Ég myndi spreyta mig á vistvænni matvælaframleiðslu. Ég kann ekki vel til verka á þessu sviði og myndi því leita ráðgjafar þeirra sem best þekkja til. Ég er ekki í vafa um að við verðum að beina matarframleiðslu í vistvæna átt. Það er gott bæði fyrir umhverfið og heilsu neytandans. Ég myndi svo gjarnan vilja að á bænum væru hestar, íslenski hesturinn er einstakur.

Helga Þórisdóttir: Ég var í sveit á Þríhyrningi í Hörgárdal og þar var haldið sauðfé og þar var kúabúskapur. Þannig að ég færi beint í það og auðvitað myndi ég hafa hjá mér hesta, hunda, hænsn og ketti.

Jón Gnarr: Ef ég gerðist bóndi þá held ég að sauðfjárbúskapur yrði fyrir valinu. Mér hugnast best sá lífsstíll. En ég myndi líka vilja vera með geitur, svipað og Jóhanna vinkona mín á Háafelli í Borgarfirði. Það finnast mér skemmtilegar skepnur. Ætli ég yrði ekki líka með hænur. Ég vann nú sem unglingur á fuglabúinu á Móum á Kjalarnesi þar sem systir mín og mágur bjuggu. Ég gæti líka hugsað mér að rækta kanínur og jafnvel dúfur sem hliðarbúgrein.

Katrín Jakobsdóttir: Ég hef fylgst með öllum greinum landbúnaðar og held að þær eigi allar mikil tækifæri enda mikill stuðningsmaður innlendrar matvælaframleiðslu og lít á hana sem lykilatriði í lífsgæðum á Íslandi. Ef ég þarf að velja eitthvað eitt yrði ég líklega grænmetisbóndi en það væri nú freistandi að hafa nokkrar hænur til að fá alltaf ný og fersk egg!

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir: Matjurtaræktun yrði sennilega fyrir valinu enda trúi ég að með hlýnandi veðurfari geti Ísland orðið matarkista norðursins með sameiginlegu átaki landsmanna. Verði ég forseti mun ég hvetja landsmenn til að öll blokkartún og garðblettir verði gerðir að matjurtagörðum.

Viktor Traustason: Ég hjálpa reglulega vini við að stinga upp kartöflur og tína saman ber og matjurtir. En í mínum eigin búskap myndi ég líklegast byrja á því að viðhalda stofni landnámshænanna sem langafi var með.

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið
Líf og starf 21. júní 2024

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið

Fjöldi briddsspilara tók þátt í keppni á landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri um...

Femínískur krosssaumur
Líf og starf 20. júní 2024

Femínískur krosssaumur

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vakið athygli með litlum útsaumsverkum þar se...

Grilluð lambaspjót
Líf og starf 20. júní 2024

Grilluð lambaspjót

Smellum í einfaldan lambarétt sem hentar vel á grillið hvort sem er heima eða í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...