Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sverrir Möller og Mirjam Blekkenhorst, ábúendur á Ytra-Lóni í Langanesbyggð
Sverrir Möller og Mirjam Blekkenhorst, ábúendur á Ytra-Lóni í Langanesbyggð
Líf og starf 19. desember 2016

Húsfreyjan flutti til Íslands eftir að hún fékk norðurslóðabakteríuna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ábúendur á Ytra-Lóni reka gisti­þjónustu samhliða fjárbúskap. Þar er einnig verið að þjálfa smalahunda og gera tilraunir í skógrækt á 40 hekturum lands.

„Eins og flestir aðrir bændur hér um slóðir rekum við fjárbú,“ segja Mirjam Blekkenhorst og Sverrir Möller, ábúendur á Ytra-Lóni í Langanesbyggð, „og fjöldinn er í kringum 460 vetrarfóðraðar kindur. Við erum líka með þrettán hesta.“

Gistiheimilið á Ytra-Lóni

Á Ytra-Lóni, sem er í um fjórtán kílómetra fjarlægð frá Þórshöfn, er líka rekið gistiheimili þar sem eru níu íbúðir í útleigu.

Ferðaþjónustan hér hefur ekki þróast eins hratt og annars staðar á landinu og aðsóknin svipuð milli ára. Það er einna helst að ég verði var við aukinn áhuga fuglaáhugamanna í svæðinu enda geta þeir séð hér  vað-, mó-, bjarg- og sjófugla. Þeir stoppa lengur en aðrir ferðamenn og ég er mjög ánægð með það,“ segir Mirjam.

„Það er stefna okkar að nýta allar afurðir sem til falla, endurnýta og versla sem mest í heimabyggð. Við kaupum inn umhverfismerktar vörur þegar við getum og rúmfötin og handklæðin sem við notum á gistiheimilinu er Fair Trade-merkt. Sem þýðir að við erum viss um að fólkið sem býr rúmfötin og handklæðin til fær vel greitt fyrir sína vinnu. Þannig getum við látið gott af okkur leiða og gert ferðaþjónustuna umhverfisvænni og með því að versla Fair Trade getum við treyst á það að fólk annars staðar í heiminum geti séð fjölskyldum sínum farborða.“

Border Collie-fjárhundar

Sverrir er meðlimur í Smala­hundafélagi Íslands, hann á Border Collie-fjárhunda sem hann temur sjálfur og notar í göngum og leitir auk þess sem hundarnir vinna með fénu í kringum fjárhúsin. „Enda góður fjárhundur ómetanlegur og sparar manni ómæld spor.“

Skjólbelti, skógrækt og endurheimt votlendis

„Við hófum tilraunir í skjólbeltarækt 1998 og settum niður um 10 kílómetra af þrefaldri röð með brúnum alaskavíði, brekkuvíði, strandavíði, viðju, reyni alaskaösp og greni. Vöxturinn í skjólbeltunum er góður og alaskavíðirinn kominn vel á fjórða metra og lítið um afföll í þeim og greinilegt að það er hægt að rækta þau hér.

Árið 2008 hófum við tilraunir í skógrækt á um 40 hektara svæði og höfum plantað um sex þúsund plöntum á ári síðan þá. Vöxturinn þar er fremur hægur og það hafa komið ár þar sem allar plönturnar sem við plöntuðum út hafa drepist. Ætli hæstu plönturnar séu ekki sirka hnéháar. Að megninu til eru þetta lerki og birki og svo hef ég prófað nokkrar aðrar tegundir. Stafafura og greni virðast geta lifað hér og reynir líka en hann kelur mikið. Það sem hefur komið best út er birki og ég nota langmest af því í dag.

Hér er einnig í gangi verkefni sem fellst í endurheimt votlendis og þegar búið að moka ofan í um tólf kílómetra af skurðum.“

Frá Hollandi á Langanes

Mirjam sem er hollensk segist hafa fengið norðurslóðabakteríuna þegar hún heimsótti Lappland. „Ég ólst upp í litlu þorpi í Hollandi með sveitabæjum allt í kring en síðan fór hraðbrautunum fjölgandi og með tímanum fannst mér eins og þær væru farnar að króa mig af. Ég prófaði að búa í borg í tæp þrjú ár en kunni ekki við það og fór að leita að einhverjum öðrum stað til að búa á. Árið 1988 kom ég fyrst til Íslands og ætlaði að vera hér í ár en endaði með að fara til Hollands til að ná í dótið mitt og ég hef verið hér síðan.

Fyrsta vinna mín hér var að fara um landið með Vilhjálmi Knudsen um landið og taka myndir fyrir eldgosasýningarnar hans. Síðan var ég á sveitabæ í Borgarfirði og þaðan fór ég norður á Hólssel á fjöllum og kynntist Sverri. Við fluttum svo hingað 1991 og höfum verið hér síðan.“

Skylt efni: Langanesbyggð | Ytra-Lón

Bústörf yfir hávetur
Líf og starf 15. janúar 2025

Bústörf yfir hávetur

Verkefni bænda halda áfram þrátt fyrir hátíðarhöld og lögbundna frídaga. Hér eru...

Heimabakað brauð
Líf og starf 15. janúar 2025

Heimabakað brauð

Brauðbakstur er merkilega einföld iðja en um leið afskaplega flókin. Hveiti, vat...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 13. janúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn stígur gætilega til jarðar þessi fyrstu skref ársins, uppfullur forv...

Stiklað á stóru
Líf og starf 9. janúar 2025

Stiklað á stóru

Bændablaðið kom tuttugu og þrisvar sinnum út árið 2024. Hér eru endurbirtar sjö ...

Álft
Líf og starf 8. janúar 2025

Álft

Álft er stærsti fuglinn okkar. Fullorðin álft getur orðið 10 kg og vænghafið 2,2...

„... Heimsins þagna harmakvein ...“
Líf og starf 7. janúar 2025

„... Heimsins þagna harmakvein ...“

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Jóhannesi úr Kötlum.

Staða harmonikunnar sterk
Líf og starf 30. desember 2024

Staða harmonikunnar sterk

Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur úti starfi fyrir harmonikuunnendur, sa...

Nýr heimsmeistari í skák
Líf og starf 30. desember 2024

Nýr heimsmeistari í skák

Nýr heimsmeistari í skák var krýndur 12. desember síðastliðinn. Hann heitir Domm...