Hrossagaukur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu yfir 300.000 varppör. Yfirleitt eru fuglarnir stakir og ekkert sérstaklega félagslyndir. Hann fer gjarnan huldu höfði á jörðu niðri, flýgur seint upp og þá nokkuð snögglega með hröðum vængjatökum og miklum skrækjum. Það er hins vegar á flugi sem hann sýnir listir sínar, þá fljúga þeir í hringi yfir óðalinu sínu og hneggja án afláts. Það gera þeir með því að steypa sér niður og mynda loftstraum sem leikur um ystu stélfjaðrirnar. Hann verpir á jörðinni, hreiðrið er iðulega mjög vel falið í grasi og sinu í mólendi og mýrlendi. Hann er að langmestu leyti farfugl en örfáir fuglar hafa haldið sig í opnum eða heitum lækjum og skurðum yfir vetrarmánuðina. Þeir fuglar sem fara af landinu hafa vetursetu í Vestur-Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið
Líf og starf 21. júní 2024

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið

Fjöldi briddsspilara tók þátt í keppni á landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri um...

Femínískur krosssaumur
Líf og starf 20. júní 2024

Femínískur krosssaumur

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vakið athygli með litlum útsaumsverkum þar se...

Grilluð lambaspjót
Líf og starf 20. júní 2024

Grilluð lambaspjót

Smellum í einfaldan lambarétt sem hentar vel á grillið hvort sem er heima eða í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...