Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hrossagaukur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu yfir 300.000 varppör. Yfirleitt eru fuglarnir stakir og ekkert sérstaklega félagslyndir. Hann fer gjarnan huldu höfði á jörðu niðri, flýgur seint upp og þá nokkuð snögglega með hröðum vængjatökum og miklum skrækjum. Það er hins vegar á flugi sem hann sýnir listir sínar, þá fljúga þeir í hringi yfir óðalinu sínu og hneggja án afláts. Það gera þeir með því að steypa sér niður og mynda loftstraum sem leikur um ystu stélfjaðrirnar. Hann verpir á jörðinni, hreiðrið er iðulega mjög vel falið í grasi og sinu í mólendi og mýrlendi. Hann er að langmestu leyti farfugl en örfáir fuglar hafa haldið sig í opnum eða heitum lækjum og skurðum yfir vetrarmánuðina. Þeir fuglar sem fara af landinu hafa vetursetu í Vestur-Evrópu.

Skylt efni: fuglinn

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?
Líf og starf 6. desember 2024

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Á döfinni í desember
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.