Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hráefnisskortur í framleiðslu jóladagatala
Mynd / ghp
Líf og starf 5. desember 2022

Hráefnisskortur í framleiðslu jóladagatala

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Lionsklúbburinn Freyr tilkynnti í vikunni að ekkert verði af árlegri sölu jóladagatala klúbbsins.

Jóladagatölin, þekkt með Tanna og Túpu, sem innihalda súkkulaðimola og tannkremstúpu, hafa verið öflug fjáröflunarleið margra Lionsklúbba víða um land.

Í tilkynningu frá Lionsklúbbnum Frey er ástæðan hráefnisskortur hjá framleiðanda.

„Lionsklúbburinn Freyr hóf innflutning á þessum jóladagatölum fyrir rúmum fimmtíu árum, fyrst í smáum stíl, en vinsældir þeirra reyndust slíkar að segja má að þau hafi um tíma verið á næstum hverju heimili á landinu og með þátttöku annarra klúbba.

Fjáröflun þessi, sem öll rennur til líknarmála, gerði Lions klúbbnum Frey kleift að styðja við og styrkja starf fjölda margra líknarfélaga, einkum þeirra þar sem hjálpar við tækjakaup var þörf. Sem dæmi má nefna ýmsar deildir Landspítalans, þjónustuíbúðir DAS, Styrktar- félag vangefinna, Gigtarfélagið, björgunarsveitir auk tuga annarra,“ segir í tilkynningunni.

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...

Þörungar, þang og þari
Líf og starf 10. júní 2024

Þörungar, þang og þari

Aukin vakning hefur verið undanfarin ár í vinnslu heilsuafurða úr þörungum, þar ...

Þegar Siggi Dan vann Larsen
Líf og starf 10. júní 2024

Þegar Siggi Dan vann Larsen

Í maí árið 1972 tefldi danski stórmeistarinn Bent Larsen fjöltefli í sænsku borg...

Snillingar og hálfvitar
Líf og starf 7. júní 2024

Snillingar og hálfvitar

Bridds er skemmtileg hugaríþrótt sem reynir á rökhugsun, minni, stærðfræði, taln...

Rafbók um býflugur
Líf og starf 7. júní 2024

Rafbók um býflugur

Ingvar Sigurðsson, býflugnabóndi í Hveragerði, gefur út 130 síðna rit um býflugn...