Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir, handhafar Samfélagsverðlauna Skagafjarðar fyrir árið 2024.
Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir, handhafar Samfélagsverðlauna Skagafjarðar fyrir árið 2024.
Mynd / Gunnhildur Gísladóttir
Líf og starf 22. maí 2024

Hjón hlutu samfélagsverðlaun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Samfélagsverðlaun Skagafjarðar voru veitt í níunda sinn við setningu Sæluviku Skagfirðinga á dögunum.

Verðlaunin fóru að þessu sinni til hjónanna Árna Björns Björnssonar og Ragnheiðar Ástu Jóhannsdóttur en verðlaunin eru veitt þeim einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem þykja standa sig afburða vel í að efla skagfirskt samfélag.

Það var einróma álit atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sveitarfélagsins að þau Árni Björn og Ragnheiður Ásta væru einstakar fyrirmyndir.

„Þau styðja dyggilega við íþróttastarfið í Skagafirði og eru ávallt fyrst til að bjóða fram hjálp þegar einhver þarf á að halda og hafa þau margoft staðið fyrir söfnunum fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í neyð.

Með dugnaði, frumkvæði, hjálpsemi, samhygð og góðu hjartalagi stuðla þau einnig að samheldni í samfélaginu okkar.

Þau eru ein af ástæðum þess að það er gott að búa í Skagafirði og við getum verið stolt af því að tilheyra svo frábæru samfélagi því þau hvetja okkur hin til þess að verða betri einstaklingar,“ segir á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið
Líf og starf 21. júní 2024

Valdísarkonur tóku karla í bakaríið

Fjöldi briddsspilara tók þátt í keppni á landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri um...

Femínískur krosssaumur
Líf og starf 20. júní 2024

Femínískur krosssaumur

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vakið athygli með litlum útsaumsverkum þar se...

Grilluð lambaspjót
Líf og starf 20. júní 2024

Grilluð lambaspjót

Smellum í einfaldan lambarétt sem hentar vel á grillið hvort sem er heima eða í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...