Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Helsingi
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 2. júní 2023

Helsingi

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Helsingi er önnur af þremur gæsum sem eru fargestir hérna á Íslandi. Þær verpa í klettum á Svalbarða og Nova Zemlja en sá stofn sem fer hér um Ísland verpir á Norðaustur-Grænlandi. Þeir fuglar sem stoppa hérna á leið sinni til Grænlands á vorin leita mikið í tún í Húnavatnssýslum og Skagafirði. Þegar hóparnir fara til baka á haustin leita þeir meira inn á sunnanvert hálendið og Skaftafellssýslu. Helsingjar eru þó ekki lengur alfarið fargestir á Íslandi heldur hefur undanfarna áratugi myndast ört stækkandi stofn í Skaftafellssýslum. Þar fundust hreiður í hólmum á jökullónum 1988. Sumarið 2014 var áætlað að hér séu um 700 varppör en síðan þá hefur varpstofninn vaxið nokkuð rösklega og var 2020 áætlað að hér væru um 2.500 varppör. Með þessu hefur mikið færst í aukana að sjá helsingja með stóra ungahópa í kringum jökullónin í Skaftafellssýslu.

Skylt efni: fuglinn

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom ú...

Í fögrum dal
Líf og starf 30. október 2025

Í fögrum dal

Í Stafafellsfjöllum inn af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er Víðidalur. Þar hefu...

Jeppar í lífi þjóðar
Líf og starf 29. október 2025

Jeppar í lífi þjóðar

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson. Þar bregður hann li...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 27. október 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn fær innblástur frá hinum ótrúlegustu stöðum og leiðist áfram af ster...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f