Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gulönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 5. maí 2023

Gulönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gulönd er fiskiönd líkt og toppönd, enda oft kölluð stóra systir toppandarinnar. Þær virðast stundum líkar í fjarska, sérstaklega kvenfuglarnir. En gulönd er áberandi stór, hún er okkar stærsta ferskvatnsönd og mun stærri en litla systir hennar. Stofninn er hins vegar mun minni, eða um 300 varppör á meðan stofn litlu systur hennar er tífalt stærri. Hún hefur sérhæft sig sem fiskiæta og er mjög lagin við að kafa eftir smásilung, laxaseiðum og hornsílum. Þær eru ákaflega styggar og með allra styggustu fuglum á landinu. Endrum og sinnum þegar ís hefur lagt yfir ár og vötn þá hafa örfáir fuglar leitað á opnar ár nærri mannabyggðum. Nú á liðnum vetri voru t.a.m. nokkrar gulendur sem héldu sig á læknum í Hafnarfirði. Fyrir marga var það einstakt tækifæri til að virða fyrir sér þessar stóru fallegur endur án þess að þær væru
að fljúga í burtu. Hún er staðfugl og utan varptíma eru þær nokkuð félagslyndar. Þá sjást þær gjarnan í litlum hópum á straumvatni og stöðuvötnum.

Skylt efni: fuglinn

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?
Líf og starf 6. desember 2024

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Á döfinni í desember
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.