Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Gulönd
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 5. maí 2023

Gulönd

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gulönd er fiskiönd líkt og toppönd, enda oft kölluð stóra systir toppandarinnar. Þær virðast stundum líkar í fjarska, sérstaklega kvenfuglarnir. En gulönd er áberandi stór, hún er okkar stærsta ferskvatnsönd og mun stærri en litla systir hennar. Stofninn er hins vegar mun minni, eða um 300 varppör á meðan stofn litlu systur hennar er tífalt stærri. Hún hefur sérhæft sig sem fiskiæta og er mjög lagin við að kafa eftir smásilung, laxaseiðum og hornsílum. Þær eru ákaflega styggar og með allra styggustu fuglum á landinu. Endrum og sinnum þegar ís hefur lagt yfir ár og vötn þá hafa örfáir fuglar leitað á opnar ár nærri mannabyggðum. Nú á liðnum vetri voru t.a.m. nokkrar gulendur sem héldu sig á læknum í Hafnarfirði. Fyrir marga var það einstakt tækifæri til að virða fyrir sér þessar stóru fallegur endur án þess að þær væru
að fljúga í burtu. Hún er staðfugl og utan varptíma eru þær nokkuð félagslyndar. Þá sjást þær gjarnan í litlum hópum á straumvatni og stöðuvötnum.

Skylt efni: fuglinn

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...