Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir og þykir ástandið alvarlegt enda hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar.
Efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir og þykir ástandið alvarlegt enda hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar.
Mynd / Friðþjófur Árnason
Líf og starf 12. júlí 2021

Grenlækur að þorna upp - mjög alvarlegt ástand

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Um síðustu mánaðamót bárust Hafrannsóknastofnun fregnir af vatnsþurrð í Grenlæk í Landbroti. Við vettvangsskoðun 3. júní kom í ljós að efstu 11 km Grenlækjar á svæðinu ofan við Stórafoss eru þurrir.
Þegar er ljóst að vatnalíf hefur orðið illa úti vegna vatns­þurrðar­innar nú, hafa þörungar, smádýr og fiskar drepist á öllu því svæði sem þornaði. Sérstaklega hefur sjóbirtingsstofninn orðið illa úti, þar sem nær öll seiði á svæðinu hafa drepist og þar með 2–3 seiðaárgangar. „Síðar mun koma í ljós hve alvarlegur skaði hefur orðið á fullorðnum sjóbirtingum, en líkur eru til að hluti stærri fiska hafi náð að forða sér neðar í lækinn þar sem vatn er enn til staðar. Farvegur lækjarins var að mestu skraufþurr og sást lítið sem ekkert vatn utan einstaka þornandi smápolla. Í stöku polli var að sjá lifandi fiska og ljóst að þeir eiga ekki langra lífdaga að vænta, taki vatn ekki fljótlega að renna að nýju,“ segir í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Fyrir þá sem ekki vita þá er Grenlækur frjósamur lindarlækur með ríkulegu lífríki. Þar er einn stærsti sjóbirtingsstofn landsins og þar eru mjög verðmæt veiðihlunnindi. Vatnsbúskapur Grenlækjar er háður því að nægilegt vatn flæði úr Skaftá og út á Eldhraunið en ef svo er ekki þá á rennsli Grenlækjar til með að þrjóta. Rennslinu út á Eldhraun er stýrt. Á því svæði sem nú er á þurru eru ein helstu hrygningar- og uppeldissvæði sjóbirtings í læknum.

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...