Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gráþröstur
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 5. febrúar 2023

Gráþröstur

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gráþröstur eru algengir varpfuglar um Skandinavíu og austur um Evrópu og Asíu. Hér á Íslandi eru þeir mjög reglulegir haust- og vetrargestir. Þeir fuglar sem dvelja hérna á Íslandi yfir vetrarmánuðina halda mest til í görðum þar sem fuglum er gefið. Þeir sækja mjög mikið í epli en einnig aðra ávexti ásamt feitmeti. Fyrir utan þessar matargjafir sem þeir þiggja á veturna þá er fæðuvalið þeirra mjög svipað og hjá skógarþröstum. Þegar þeir komast í garða þar sem fuglum er reglulega gefið, verða þeir nokkuð frekir og eiga það til að hrekja í burtu aðra fugla. Þessir árekstrar verða aðallega við fugla af svipaðri stærð eins og skógarþresti og svartþresti. Frá 1950 hafa gráþrestir orpið hérna óreglulega og stundum myndast litlir staðbundnir stofnar. Um nokkurt skeið hefur verið lítill staðbundinn stofn á Akureyri þar sem örfá pör verpa. En þrátt fyrir það virðist þeim hvorki fjölga né breiða úr sér.

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. mars 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn skal trúa því að plön hans og áætlanir munu ganga upp ef hann gætir ...

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg
Líf og starf 19. mars 2025

Kjörbúðarbeikon og tvenns konar egg

Beikon kemur í mörgum útgáfum; misþykkt, missalt, misdýrt og stundum mislukkað. ...

Óskar Örn
Líf og starf 19. mars 2025

Óskar Örn

Nafn: Óskar Örn Rikardsson.

Virkni félagslífsins fyrir öllu
Líf og starf 18. mars 2025

Virkni félagslífsins fyrir öllu

Við heimskautsbauginn, rúma fjörutíu km frá landi, liggur nyrsta byggð Íslands, ...

Hressandi list í almannarýminu
Líf og starf 18. mars 2025

Hressandi list í almannarýminu

Á Skagaströnd mega skapandi einstaklingar leggja gjörva hönd að því að hressa up...

Nauðsyn samvinnu
Líf og starf 17. mars 2025

Nauðsyn samvinnu

Árið 2025 ýtir úr vör þungum róðri tískuiðnaðarins þar sem nýsköpun og sjálfbærn...

Úr sveit á sigurbraut
Líf og starf 17. mars 2025

Úr sveit á sigurbraut

Systkinin Árný Helga og Stefán Þór Birkisbörn voru meðal keppenda á Vetrarólympí...

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025
Líf og starf 17. mars 2025

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga 2025

Íslandsmóti skákfélaga lauk um liðna helgi í Reykjavík. Skákdeild Fjölnis varð Í...