Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Gráhegri
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um Evrópu, niður til Afríku og Asíu. Þeir hafa ekki sest að hérna á Íslandi en eru reglulegir vetrargestir. Stundum hafa sést hér á bilinu 50-100 fuglar yfir veturinn. Gráhegri er afar styggur og má segja að hann sé í hópi þeirra allra styggustu fugla sem finnast á Íslandi. Það getur reynst ómögulegt að nálgast hann fótgangandi undir berum himni. Þótt oftast séu stakir fuglar sem finnast er nokkuð um það að þeir séu í litlum hópum, 2-4 fuglar, og sækja gjarnan í sömu staðina. Þeir leita í votlendissvæði við tjarnir, vötn, læki eða við sjó en hafa náttstað í háum trjám eða í klettum. Þeir sitja stundum lengi hreyfingarlausir og skjóta goggnum eftir fiskum eða skordýrum. Eins reglulega og þeir flækjast hingað er ekki vitað til þess að þeir hafi orpið hérna enn þá og er talið líklegt að flestir þeir gráhegrar sem hingað flækjast séu ungir fuglar.

Skylt efni: fuglinn

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...