Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gráhegri
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 29. nóvember 2023

Gráhegri

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Gráhegri er stór, háfættur og hálslangur vaðfugl. Hann er nokkuð útbreiddur um Evrópu, niður til Afríku og Asíu. Þeir hafa ekki sest að hérna á Íslandi en eru reglulegir vetrargestir. Stundum hafa sést hér á bilinu 50-100 fuglar yfir veturinn. Gráhegri er afar styggur og má segja að hann sé í hópi þeirra allra styggustu fugla sem finnast á Íslandi. Það getur reynst ómögulegt að nálgast hann fótgangandi undir berum himni. Þótt oftast séu stakir fuglar sem finnast er nokkuð um það að þeir séu í litlum hópum, 2-4 fuglar, og sækja gjarnan í sömu staðina. Þeir leita í votlendissvæði við tjarnir, vötn, læki eða við sjó en hafa náttstað í háum trjám eða í klettum. Þeir sitja stundum lengi hreyfingarlausir og skjóta goggnum eftir fiskum eða skordýrum. Eins reglulega og þeir flækjast hingað er ekki vitað til þess að þeir hafi orpið hérna enn þá og er talið líklegt að flestir þeir gráhegrar sem hingað flækjast séu ungir fuglar.

Skylt efni: fuglinn

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?
Líf og starf 6. desember 2024

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Hvern myndir þú vilja sjá sem næsta matvælaráðherra og af hverju?

Á döfinni í desember
Líf og starf 5. desember 2024

Á döfinni í desember

Uppákomur og skemmtanir eru árvissir viðburðir um þetta leyti og ýmislegt áhugav...

Þjóðarréttur Íslendinga
Líf og starf 4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Það er með mikilli ánægju, jafnvel stolti sem við landsmenn höfum neytt brauðter...

Baldur Högni
Líf og starf 4. desember 2024

Baldur Högni

Nafn: Baldur Högni Benediktsson.

Tildra
Líf og starf 4. desember 2024

Tildra

Tildra er lítill vaðfugl eða fjörufugl sem stoppar hér á Íslandi á ferð sinni mi...

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika
Líf og starf 4. desember 2024

Útbreiðsla fegurðar og fjölbreytileika

Ragnars Þorsteinssonar, sauðfjárbóndi og ljósmyndari í Sýrnesi í Aðaldal, hefur ...

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni
Líf og starf 3. desember 2024

Tólf slaga hönd á Blómaeyjunni

Stefán Jónsson briddsspilari hefur reynst Bridgesambandi Íslands hvalreki með áh...

Augnlitir í sauðfé
Líf og starf 3. desember 2024

Augnlitir í sauðfé

Sjöunda útgáfa Hvammshlíðar­dagatals hefur litið dagsins ljós.