Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Gosdrykkur með CBD
Líf og starf 17. ágúst 2021

Gosdrykkur með CBD

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í nýsköpunaráfanga í Háskólanum í Reykjavík fæddist hugmynd um að þróa gosdrykk sem mun innihalda CBD. Drykkurinn er búinn að vera í þróun síðastliðnar vikur enda fjölmörg tækifæri sem skapast samhliða breyttri lagasetningu sem mun leyfa CBD í matvæli.

Aðstandendur drykkjarins segja að drykkjarvörumarkaðurinn sé stútfullur af alls kyns drykkjum sem innihalda orku og eru örvandi en lítið er um drykki sem gefa líkamanum ró. Þaðan kemur hugmyndin af VÆR, kolsýrðum drykk með náttúrulegum bragðefnum og CBD olíu sem er eitt af virku efnunum úr hampplöntunni. Efnið er ekki vímugjafi og hefur fjölmarga heilsusamlega kosti.

Erlendis er mikil söluaukning í drykkjum sem falla í þennan flokk og Íslendingar hafa sýnt CBD mikinn áhuga ásamt því að íslenskir bændur eru farnir að rækta hamp í auknum mæli.

Drykkurinn hefur fengið góðar viðtökur og verður ljúffengur CBD drykkur tilbúinn á markaðinn fyrr en varir.

Að verkefninu standa Birgir Ásþórsson, Harpa Ægisdóttir, Heiðar Sigurjónsson og Axel Aage Schiöth

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...