Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb
Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb
Líf og starf 8. október 2020

Gísli S. Brynjólfsson nýr stjórnarformaður Icelandic Lamb

Höfundur: Ritstjórn

Ný stjórn hefur verið kjör­in á aðal­fundi Icelandic Lamb. Gísli S. Brynjólfsson tek­ur við for­mennsku fé­lags­ins af Söru Lind Þrúðardóttir, en tveir nýir stjórnarmenn voru kjörnir í þriggja manna stjórn. Í stjórn­inni sitja nú ásamt Gísla, Eygló Harðardóttir fyrrverandi ráðherra og matreiðslunemi og Steinþór Skúlason, framkvæmdastjóri SS sem situr áfram í stjórn sem fulltrúi Landssambands Sláturleyfishafa. Eygló var kjörin af Bændasamtökum Íslands en Gísli er fulltrúi Landssamtaka Sauðfjárbænda.

Auk Söru Lindar vék Oddný Steina Valsdóttir úr stjórn. Aðspurður er Gísli þakklátur fyrir það traust sem sauðfjárbændur sýna honum með stjórnarkjörinu og horfir bjartsýnn til framtíðar. Hann segir töluverð tækifæri liggja í markaðssetningu íslenskra matvæla erlendis og hlakkar til að vinna áfram að því að tryggja íslensku lambakjöti þá alþjóðlegu gæðaviðurkenningu sem það á svo sannarlega skilið.

Nýverið fékk Icelandic Lamb heimild til markaðssetningar til íslenskra neytenda, en skrifað var undir viðauka við samning Markaðsráðs Kindakjöts og Atvinnuvegaráðuneytisins um Aukið virði sauðfjárafurða í september. Samkvæmt viðaukanum verður markaðsstofunni heimilt að vinna að kynningar- og ímyndarmálum fyrir sauðfjárrækt undir formerkjum Icelandic Lamb á innanlandsmarkaði og bíða nýrri stjórn krefjandi verkefni.

Okkar besti maður
Líf og starf 11. desember 2025

Okkar besti maður

Á næsta ári verða 300 ár liðin frá fæðingu Eggerts Ólafssonar. Þegar við svipleg...

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum
Líf og starf 8. desember 2025

Jólablóm frá íslenskum garðyrkjubændum

Íslensk blóm gleðja augað. Bæði afskorin blóm og pottaplöntur geta á einn eða an...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 8. desember 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn mun fljótlega upplifa einhvers konar deyfð og myndi helst kjósa að u...

Jólin eru að koma
Líf og starf 5. desember 2025

Jólin eru að koma

Nú fer að líða að hátíð ljóssins og jólasveinanna og því ekki seinna vænna að sk...

Þýskar heimsbókmenntir
Líf og starf 3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Hætt er við að ýmsar fréttnæmar útgáfur verði undir í jólabókaflóðinu nú sem fyr...

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi
Líf og starf 3. desember 2025

Fjórtán ára að syngja með Karlakórnum Heimi

Yngsti meðlimur karlakórsins Heimis í Skagafirði er Fjölnir Þeyr Marinósson sem ...

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum
Líf og starf 3. desember 2025

Nýsköpunarhæfni gagnast öllum

Hugmyndasmiðir er verkefni sem miðar að því að kenna börnum að verða frumkvöðlar...

Jólakötturinn í Freyvangi
Líf og starf 3. desember 2025

Jólakötturinn í Freyvangi

Það ættu allir að eiga sinn stað í tilverunni, sama hversu skrítnar skrúfur þeir...