Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar og Blómavals, segir að árið 1999 hafi Húsasmiðjan keypt Blómaval og samhliða því breyttist reksturinn og verslunin var flutt í Skútuvog auk þess sem verslununum fór að fjölga. Myndir / VH
Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar og Blómavals, segir að árið 1999 hafi Húsasmiðjan keypt Blómaval og samhliða því breyttist reksturinn og verslunin var flutt í Skútuvog auk þess sem verslununum fór að fjölga. Myndir / VH
Mynd / VH
Líf og starf 24. september 2020

Fyrst og fremst blómabúð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hinn 1. október næstkomandi eru fimmtíu á frá því að Blómaval var stofnað og miklar breyt­ingar hafa orðið á rekstrinum síðan þá og í dag eru verslanir Blómavals sjö, víðs vegar um landið.

Kristinn Einarsson, fram­kvæmda­stjóri versl­unarsviðs Húsa­smiðjunnar og Blómavals, segir að uppruna Blóma­vals megi með góðum vilja rekja til 1965 þegar Stefán Árnason, sem var gjarnan kenndur við Syðri-Reyki, byggði gróðurhús við Sigtún í Reykjavík. „Stefán var uppátækjasamur og skemmtilegur og hafði háleitar hugmyndir um garðyrkju og hvernig ætti að gera hlutina. Bræðurnir Bjarni og Kolbeinn Finnssynir leigðu af honum gróðurhúsið 1970 og stofnuðu Blómaval formlega 1. október 1970.

Kristinn Einarsson og Lára Jónsdóttir, sem hefur starfað hjá Blómavali í 40 ár og margir tengja heimsóknir sínar í verslunina við samtöl við hana og vilja hennar til að aðstoða. Myndir / VH

Eftir því sem fyrirtækið stækkaði og dafnaði sá Kolbeinn meira um heildsöluþátt rekstursins en Bjarni meira um smásöluna, því auk verslunarinnar stofnuðu þeir heildsöluna Brum, sem flutti inn blóm og gróðurtengdar vörur.

Reksturinn gekk vel og upp­byggingin í Sigtúni var gríðarleg og hröð og sífellt verið að byggja við upprunalega gróðurhúsið og bæta við nýjum húsum og sagt að þeir bræður hafi sífellt verið uppi með nýjar teikningar.

37 ár í Blómaval

„Ég kom fyrst í hlutastarf hjá Blóma­vali árið 1983,“ segir Kristinn, „og því búinn að vinna þar í um 37 ár. Í mínum huga var Blómaval sett saman úr þremur grunnþráðum. Það eru blóm, garðyrkja og á sínum tíma grænmeti. Fyrst eftir stofnunina og lengi var Blómaval fyrsti stórmarkaður á Íslandi með grænmeti og á haustin var gríðarleg ásókn í haustuppskeru á útiræktuðu grænmeti.“

Kristinn segist hafa ferðast talsvert um heiminn og víða skoðað verslanir í svipuðum rekstri en ekki séð eina sem er rekin með sama sniði og því ekki til nein erlend fyrirmynd að Blómavali. „Við erum í grunninn blómabúð tólf mánuði á ári og salan á afskornum blómum er svipuð allt árið. Síðan snýst reksturinn um tvo stóra árstíðabundna þætti, sem eru jólin í nóvember og desember og garðurinn í maí, júní og júlí. Þess á milli er sala á fræjum, vor- og haustlaukum, gróðurtengdum vörum og ýmiss konar gjafavöru fastir þættir.

Við höfum alltaf gert mikið úr jólunum og hreinlega umturnum verslununum okkar í jólabúðir með skreytingum og hreinlega breytum um karakter. Dæmi um þetta er Jólalandið, sem hefur verið hluti af Blómavali í rúm 30 ár og er einstakt hér á landi. Á vorin er svo öllu snúið við aftur og áhersla lögð á blóm og vörur tengdar garðinum og garðyrkju.“

Alls sjö búðir

Verslanir Blómavals eru sjö í dag, tvær í Reykjavík, Súðavogi og Grafarholti, og á Selfossi, í Vestmannaeyjum, á Egilsstöðum, Akureyri og á Ísafirði. Blómaval í Skútuvogi er þeirra langstærst, um 3000 fermetrar, og álíka stór og verslunin í Sigtúni var á sínum tíma. Umfangið hefur því stækkað mikið og reksturinn orðinn viðameiri en hann var í Sigtúni á sínum tíma.

Árið 1999 keypti Húsasmiðjan Blómaval og eru verslanirnar reknar samhliða en Húsasmiðjan hefur verið hluti af dönsku byggingavörukeðjunni Bygma frá 2012.

Flaggskið Blómavals er verslunin í Skútuvogi. 

„Blómaval hefur notið þeirrar gæfu í gegnum tíðina að hafa marga góða starfsmenn og skemmtilega karakter með sér í liði. Án þess að gera lítið úr neinum þá langar mig að nefna þjóðargersemið Hafstein Hafliðason og Láru Jónsdóttur, sem er búin að vinna hjá Blómavali í tæp 40 ár og margir tengja heimsóknir sínar í verslunina við samtöl við hana og vilja hennar til að aðstoða. Mig langar einnig að nefna Ásdísi Ragnarsdóttur, sem hóf störf sama ár og ég og er verslunarstjóri í útibúinu i Grafarholti, Berglindi Bjarnadóttur´, sem er rekstrarstjóri allra Blómavalsverslananna og Díönnu Allansdóttur, sem starfar í verslun Blómavals í Skútuvogi.“

Kristinn segir að konur hafi lengi verið í stjórnunar­stöðum hjá Blómavali og í dag séu allir deildarstjórar Blómavalsverslananna konur og að í því felist mikill styrkur.

Vorverkin

„Páskaverslunin er líka ákveðin þungamiðja hjá okkur og þá förum við á fleygiferð inn í vorið og garðyrkjuvaran kemur inn, vor­lauk­arnir, fræin og í framhaldi af því í apríl og fram í maí er garðskálinn fylltur af sumar­blóm­um og trjám auk þess sem því fylgja pottar, mold, áburður og aðrar vörur fyrir garð­inn.
Að mínu mati er vorið skemmti­legasti tíminn í búðinni, allt farið að lifna við og í blóma.“

Aukinn áhugi á gróðri

Kristinn segir að frá því að hann hóf störf hjá Blómavali hafi áhugi fólks á gróðri verið stöð­ugt að aukast.
„Áhugi á græn­metis- og heima­ræktun óx mikið eftir hrunið, 2008 til 2010, og við áttum aldrei nóg af matjurtaplöntum eða matjurtafræi. Svipaða sögu er að segja um viðbrögðin við COVID og fólk sýni ræktun og að gera fínt í kringum sig aukinn áhuga og áhugi á ræktun aukist. Það er því eins og kreppur og blómabransinn tali saman því að það er eins og þegar kreppir að sé yfirleitt meira að gera í blómabransanum. Fólk bætir sér því annað upp með því að kaupa sér og rækta blóm.

Sala á pottaplöntum hefur verið að aukast, eftir að þær fóru úr tísku um tíma, og komnar á mikið flug.

Fyrstu árin mín í Sigtúni voru pottaplöntur í öllum gluggum og salan á þeim mikil. Síðan þegar mínímalisminn og hvítabylgja tröllreið yfir og föla andlitið var allsráðandi þá minkaði áhuginn á þeim og eina plantan sem seldist að einhverju ráði var orkidea og helst þrjár saman í potti.
Þrátt fyrir þetta héldum við fast við að hafa alltaf margar tegundir pottaplantna á boðstólum og standa undir nafni sem blómabúð. Vinsældir pottaplantna hafa aftur aukist og í dag vill fólk, ekki síst ungt fólk, hafa í kringum sig fjölbreyttan gróður og ekki síst pottaplötur. Aukningin í sölu á pottaplöntum og vörum þeim tengdum hefur því aukist mikið.“

Farsæll rekstur

„Árið 1999 keypti Húsasmiðjan Blómaval og verslunin hætti að vera fjölskyldufyrirtæki. Samhliða því breyttist reksturinn og verslunin var flutt í Skútuvog auk þess sem verslununum fór að fjölga.

Reksturinn gengur vel og það er í honum jöfn stígandi. Verslanir Húsasmiðjunnar og Blómavals styðja hver við aðra og ég sé ekki annað en að reksturinn komi til með að verða farsæll áfram og að við opnum jafnvel fleiri verslanir úti á landi í framtíðinni. Ég sé því fram á bjarta framtíð fyrir Blómaval.“

Afmælishátíð fram undan

„Afmælisdagur Blómavals er 1. október og í tilefni þess ætlum við að vera með ýmsar uppákomur á næstunni. Okkur er reyndar sniðinn stakkurinn vegna þeirra sóttvarnareglna sem eru í gangi en við eru samt byrjuð að undirbúa afmælið.

Við verðum með fjölda veglegra tilboða í gangi út árið og svo verða einhverjar veislur í verslunum okkar um allt land og með skemmtilegar uppákomur þeim tengdum,“ segir Kristinn Einarsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Húsasmiðjunnar og Blómavals.

Búverk og breyttir tímar
Líf og starf 19. september 2024

Búverk og breyttir tímar

Búverk og breyttir tímar er ný bók eftir Bjarna Guðmundsson, áður prófessor við ...

Tjöldin dregin frá
Líf og starf 18. september 2024

Tjöldin dregin frá

Áhugaleikhúsin fara nú að hefja leikinn enda haustið að skella á. Mikið verður u...

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu
Líf og starf 17. september 2024

Korkubikarinn féll í hlut nýliðans Kríu

Helgina 24.–25. ágúst sl. fór Landskeppni Smalahundafélags Íslands, SFÍ, fram að...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 16. september 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn þarf að taka sig taki og gæta þess að velta sér ekki um of upp úr ra...

Nýting hrats og hýðis
Líf og starf 16. september 2024

Nýting hrats og hýðis

Heilmikið fellur til árlega af ávaxta- og grænmetshýði og nú sérstaklega berjahr...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 13. september 2024

Gerum okkur dagamun

Nú eru síðustu hátíðir sumarsins, eða öllu heldur haustsins, að líta dagsins ljó...

Ullarvika á Suðurlandi
Líf og starf 11. september 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi er nú haldin í þriðja sinn. Að Ullarvikunni standa Feldfj...

Sandlóa
Líf og starf 11. september 2024

Sandlóa

Sandlóa er ein af tveimur lóutegundum sem verpa hér. Stóru frænku hennar, heiðló...