Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel og Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn, skrifuðu undir samstarfssamning.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri fiskiðnaðar hjá Marel og Sigurður Pétursson, stofnandi Lax-Inn, skrifuðu undir samstarfssamning.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 15. júní 2022

Frá hrogni til fisks á disks

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Auka á fræðslu og þekkingu og styðja við að gera tækifærin sem byggja á tækniþróun og nýsköpun í vinnslu eldisafurða sýnilegri með samstarfi Marels og Lax-Inn, nýsköpunar- og fræðslumiðstöðvar lagareldis, sem nýlega var staðfest með undirritun samnings.

Með samstarfinu á að kynna heildarferla aðfangakeðjunnar, frá hrogni til fisks á disks, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Lax-Inn.

„Mikil aukning hefur orðið á síðustu árum í laxfiskaeldi á Íslandi sem síðustu ár hefur verið leidd af hröðum vexti laxeldis í sjó og sú þróun hvergi í heiminum verið hlutfallslega jafn mikil og hér á landi.

Ísland er þegar leiðandi á heimsvísu í eldi á bleikju sem og landeldi á Atlantshafslaxi og landeldisfyrirtækin hér á landi gera ráð fyrir að ná svipuðum vexti og sjóeldið og vera komin í um 100 þúsund tonn á næstu 3-5 árum,“ segir í tilkynningunni en þar segir einnig að í framtíðarsýn FAO og OECD um fiskneyslu til 2030 sé gert ráð fyrir því að vegna mannfjölgunar þurfi að mæta um 20 milljón tonna eftirspurn eftir fiskafurðum með auknu eldi.

Á meðan Marel er leiðandi í tækjaframleiðslu fyrir eldisiðnað er Lax-Inn fyrsta nýsköpunar- og fræðslumiðstöð lagareldis hér á landi, en það var stofnað á síðasta ári.

Haft er eftir Guðbjörgu Heiðu Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra fiskiðnaðar hjá Marel, að frekari fræðsla og þekking starfsfólks fyrirtækisins á eldisstarfsemi sé mikilvæg.

Frumkvöðull ferst af slysförum
Líf og starf 13. nóvember 2025

Frumkvöðull ferst af slysförum

Hann var fyrstur til að ganga á Hvannadalshnúk og fyrstur til að þvera Langjökul...

Ný barnabók um íslenska fugla
Líf og starf 13. nóvember 2025

Ný barnabók um íslenska fugla

Ævintýraheimur íslenskra fugla 1 er ný barnabók eftir Sigurð Ægisson, ætluð aldu...

Austfirskri framleiðslu hampað
Líf og starf 12. nóvember 2025

Austfirskri framleiðslu hampað

Þann 15. nóvember næstkomandi verður Matarmót Austurlands haldið í Sláturhúsinu,...

Leita íslenskra handrita á hafsbotni
Líf og starf 12. nóvember 2025

Leita íslenskra handrita á hafsbotni

Fornleifafræðingar undirbúa nú leit að skipi á hafsbotninum vestan við Langanes ...

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f