Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá Grikkjum til Google maps
Líf og starf 22. desember 2021

Frá Grikkjum til Google maps

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hvers vegna lítur kort af heiminum út eins og það gerir? Hví er norður upp og Ameríka vinstra megin? Af hverju er Evrópa miklu stærri hlutfallslega á korti en á hnettinum?

Í bókinni Kortlagning heimsins ferðumst við aftur til fornaldar og skoðum fyrstu kortin af alheiminum til að svara þessum spurningum og fleirum.

Í bókinni rekur Reynir Finndal Grétarsson sögu kortagerðar í gegnum aldirnar, hvernig ný lönd og ný landamæri bætast á kortið, uns við sjáum loks þá mynd sem við þekkjum í dag. Saga kortanna er uppfull af hetjudáðum og ævintýrum, gríðarlegum afrekum unnum í nafni guðs, þjóðar eða ósköp venjulegra eiginhagsmuna. Einnig sögum af dauða, skelfingu og fávisku, en umfram allt, skemmtilegum sögum.

Kortlagning heimsins er í stóru broti sem gerir myndirnar í henni enn áhugaverðari auk þess sem textinn er lipur og skemmtilegur. Auk sögu kortagerðar í heiminum er stiklað á heimsmynd fornra menningarþjóða og sagðar eru sögur af sjófarendum og kortagerðarmönnum. Í bókinni er sér kafli um kortlagningu Íslands með myndum af gömlum Íslandskortum og sagt frá tilurð þeirra.

Samkvæmt höfundi er babýlónska heimskortið, frá sjöttu öld fyrir Krist, talið vera elsta varðveitta kortið. „Kortið sýnir flatan disk, sem er jörðin. Í miðju hennar er þríhyrndur flötur, Babýlón sjálf. Heimili kortagerðarmannsins er miðdepill heimsins.“

Fjölda mynda af kortum er að finna í bókinni, þar á meðal fágæt kort úr safni höfundar. Reynir hefur áður sent frá sér bókina Kortlagning Íslands. Útgefandi er Bókaútgáfan Sögur.

Skylt efni: landakort saga

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin
Líf og starf 20. maí 2024

Skáldið, framsóknarmaðurinn og fimm granda meldingin

Þeir voru ekki margir sem komust í slemmu með spil austur-vestur á Kjördæmamótin...

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí
Líf og starf 16. maí 2024

Stjörnuspá 16. maí - 30. maí

Vatnsberinn hefur í mörgu að snúast þessa dagana en er þó frekar skýr í kollinum...

Safnað fyrir Einstök börn
Líf og starf 26. apríl 2024

Safnað fyrir Einstök börn

Stóðhestaveisla Eiðfaxa var haldin 13. apríl í HorseDay-höllinni á Ingólfshvoli ...

Umhverfisvænar blómaskreytingar
Líf og starf 25. apríl 2024

Umhverfisvænar blómaskreytingar

Náttúruleg fegurð var í fyrirrúmi á námskeiði um blómaskreytingar í Garðyrkjuskó...

Sumardagurinn fyrsti
Líf og starf 25. apríl 2024

Sumardagurinn fyrsti

Samkvæmt dagatalinu kemur sumarið 25. apríl. Bændablaðið leitaði því til lesenda...

Lóan
Líf og starf 23. apríl 2024

Lóan

Lóan er komin! Um þessar mundir eru heiðlóur að tínast til landsins en apríl er ...

Jöklapeysur úr íslenskum lopa
Líf og starf 23. apríl 2024

Jöklapeysur úr íslenskum lopa

Mjólkurfræðingurinn og frumkvöðullinn Pétur Pétursson setur nú á fót hönnunarsam...

Að höndla sér hross til reiðar
Líf og starf 22. apríl 2024

Að höndla sér hross til reiðar

Orðsins list kemur að þessu sinni úr Íslendingasögunum.