Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Flórgoði
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 28. maí 2024

Flórgoði

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Flórgoði er lítill sundfugl og er eina tegund goða sem verpur á Íslandi. Hann er að mestu farfugl en eitthvað af fuglum dvelja á sjó við landið á veturna. Þeir verpa við vötn eða tjarnir þar sem fisk er að finna. Flórgoðar eru miklir sundfuglar og eru fæturnir frekar aftarlega á búknum. Þetta gerir þá frekar þunga til gangs en aftur á móti alveg afbragðs kafara. Varpsvæðin þeirra eru við vötn og tjarnir þar sem fisk er að finna. Ólíkt öðrum fuglum gera flórgoðar sér fljótandi hreiður eða hreiður í lítilli laut alveg við vatnsbakkann. Hreiðrið er gert úr stráum eða visnuðum gróðri sem þeir safna saman og búa til lítinn pall. Þeir helga sér óðal, verja það af krafti fyrir öðrum flórgoðum og stundum jafnvel fuglum sem eru mun stærri en þeir sjálfir. Stofninn er ekki stór, eða um 700–1000 varppör, en sem betur fer þá hefur stofninn farið vaxandi og varpstöðvum fjölgað.

Skylt efni: fuglinn

Vel melduð slemma
Líf og starf 5. nóvember 2025

Vel melduð slemma

Íslensk sveit, Iceland 1, náði frábærum árangri á World Bridge Tour stórmótinu í...

Landslið Íslands að tafli í Georgíu
Líf og starf 5. nóvember 2025

Landslið Íslands að tafli í Georgíu

Þegar þessi pistill er skrifaður er Evrópumót landsliða í fullum gangi. Gengi ís...

Merkjalýsing krefst réttinda
Líf og starf 4. nóvember 2025

Merkjalýsing krefst réttinda

Með breytingum á lögum um skráningu, merki og mat fasteigna sem tóku gildi í árs...

Ziggy Stardust
Líf og starf 4. nóvember 2025

Ziggy Stardust

Sagan segir að á Ziggy Stardust tímabilinu hafi David Bowie lifað á kókaíni, rau...

Kærkomið ljóðasafn
Líf og starf 31. október 2025

Kærkomið ljóðasafn

Útgáfusaga Guðrúnar Hannesdóttur ljóðskálds er merkileg. Fyrsta bók hennar kom ú...

Í fögrum dal
Líf og starf 30. október 2025

Í fögrum dal

Í Stafafellsfjöllum inn af Lóni í Austur-Skaftafellssýslu er Víðidalur. Þar hefu...

Jeppar í lífi þjóðar
Líf og starf 29. október 2025

Jeppar í lífi þjóðar

Út er komin bókin Jeppar í lífi þjóðar eftir Örn Sigurðsson. Þar bregður hann li...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 27. október 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn fær innblástur frá hinum ótrúlegustu stöðum og leiðist áfram af ster...