Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Merki Nýsköpunarsjóðs.
Merki Nýsköpunarsjóðs.
Líf og starf 24. maí 2023

Fjárfestingarátak fyrir ung og lítt þróuð félög

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nýsköpunarsjóður hefur hafið fjárfestingarátak fyrir félög sem komin eru skammt á veg í þróun sinni.

Markmið átaksins er að koma að fjármögnun allt að 15 nýrra félaga á ári hverju, flýta mótunarskeiði þeirra, þróa trausta stjórnarhætti og laða samhliða að aðra fjárfesta. Fjármögnun átaksins byggir á eigin fjármögnun sjóðsins og framlagið háð stöðu hans á hverjum tíma.

Fyrsti áfanginn í þessu átaki kemur til framkvæmda í maí og júní, með allt að 100 m.kr. fjárfestingu í nokkrum félögum, segir í fréttatilkynningu frá Nýsköpunarsjóði. Fjárfest verði snemma í félögum, en eitt skilyrða sé mótframlag hluthafa eða nýrra fjárfesta. Jafnframt er kveðið á um að viðskiptahugmynd félags sé vænleg til vaxtar og útflutnings og byggi á tæknilegri eða markaðslegri nýsköpun.

Ólíkt hefðbundnum fjárfestingum Nýsköpunarsjóðs verður í þessu átaki sérstakt umsóknarferli og þurfa félög að sækja um í þessum fyrsta áfanga fyrir 31. maí. Nánari upplýsingar um átakið og umsóknarferlið má finna á vefnum www.nyskopun.is/atak.

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...