Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Nýjustu tvíkelfingarnir á Laxamýri, systurnar Dröfn og Díla, sem eru einstaklega fallegar á litinn enda sérstakt áhugamál á bænum að rækta sægráar og gráar kýr.
Nýjustu tvíkelfingarnir á Laxamýri, systurnar Dröfn og Díla, sem eru einstaklega fallegar á litinn enda sérstakt áhugamál á bænum að rækta sægráar og gráar kýr.
Líf og starf 31. júlí 2023

Fimm tvíkeflingar á ári

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þetta eru kvígurnar Dröfn og Díla frá Laxamýri í Suður- Þingeyjarsýslu.

„Þær voru komnar í heiminn að morgni 10. júní þegar fólk kom í fjós og eru fimmtu tvíkelfingarnir á árinu,“ segir Atli Vigfússon, bóndi á Laxamýri, aðspurður um þessa litfögru tvíkelfinga.

Móðir Dröfn og Dílu heitir Medúsa og er út af Núma nr.16038 frá Gaulverjabæ. Faðirinn heitir Hjörtur frá Hjartarstöðum á Héraði og er sonur Ýmis nr.13051 frá Klauf í Eyjafirði. Kvígurnar eru verðandi mjólkurkýr og hafa verið settar á í þeim tilgangi.

Á Laxamýri er blandað bú með 85 nautgripum í fjósi, þar af rúmlega 40 kýr. „Við sem búum hér á bænum höfum mikinn áhuga á litaflóru íslenska kúastofnsins og þar er sægrátt og grátt í uppáhaldi. Það er að vísu erfitt í ræktun því gráu litirnir eru víkjandi litir en stundum koma kýrnar skemmtilega á óvart með fallegum litarafbrigðum,“ segir Atli alsæll.

Skylt efni: tvíkeflingar

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun
Líf og starf 25. júlí 2024

Tónlistarkennari hlaut menningarverðlaun

Tónlistarkennarinn Marika Alavere hlaut menningarverðlaun Þingeyjarsveitar árið ...

Telur árangurinn á EM viðunandi
Líf og starf 23. júlí 2024

Telur árangurinn á EM viðunandi

Evrópumótinu í bridds lauk í síðustu viku í Herning í Danmörku. Ísland sendi út ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 22. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Kóngurinn í Skagafirði
Líf og starf 22. júlí 2024

Kóngurinn í Skagafirði

Jón Arnljótsson, sauðfjárbóndi á Ytri- Mælifellsá í Skagafirði, hefur lengi veri...

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar
Líf og starf 18. júlí 2024

Safnar saman þekkingu um alþýðulækningar

Skoða á hefðir og notkun óhefðbundinna lækninga á Íslandi í norrænni rannsókn. A...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 18. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...