Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hér eru starfsmenn Öldunnar að sækja ullargalla í kaupfélagið fyrir pakkann. Á myndinni eru, frá vinstri, Helga Rósa Pálsdóttir kaupfélagsstjóri, Guðmundur Stefán Guðmundsson og Ölver Þráinn Bjarnason frá Öldunni.
Hér eru starfsmenn Öldunnar að sækja ullargalla í kaupfélagið fyrir pakkann. Á myndinni eru, frá vinstri, Helga Rósa Pálsdóttir kaupfélagsstjóri, Guðmundur Stefán Guðmundsson og Ölver Þráinn Bjarnason frá Öldunni.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 6. febrúar 2023

Fagnar nýburum með veglegum gjöfum

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það er gaman að segja frá því að Borgarbyggð fagnar öllum nýburum sveitarfélagsins með veglegum gjöfum, sem kallast Barnapakki.

Barnapakkinn inniheldur ýmsar nauðsynjavörur, sem koma sér vel á fyrstu mánuðum barnsins.

Verkefnið hófst árið 2019 en það ár fengu 35 börn pakka, árið 2020 voru þau 41 talsins, árið 2021 fengu 39 börn pakka. Á nýliðnu ári voru afhentir „Barnapakkar” til 39 barna og fjölskyldna þeirra.

Aldan hæfing, sem er verndaður vinnustaður sveitarfélagsins, sér um að taka pakkana saman og fara með á heilsugæsluna. Foreldrar og börnin fá svo pakkann í fyrsta ungbarnaeftirlitinu.

„Það er ótrúlega mikil ánægja með þetta verkefni og foreldrar himinlifandi þegar þau fá þessa veglegu gjöf. Að mörgu er að hyggja þegar foreldrum fæðist barn og ýmislegt sem barnið þarf á að halda.

Pakkinn inniheldur ýmsar nauðsynjavörur fyrir fyrstu mánuðina, sem kemur sér afar vel. Innihaldið í pakkanum í fyrra var til að mynda þvottastykki, taubleiur, húfur, vandaður ullargalli, blautþurrkur, snuð og krem fyrir móður og barn svo fáein dæmi séu tekin,“ segir María Neves, samskiptastjóri Borgarbyggðar.

Skylt efni: Borgarbyggð | Barnapakki

Femínískur krosssaumur
Líf og starf 20. júní 2024

Femínískur krosssaumur

Bjargey Anna Guðbrandsdóttir hefur vakið athygli með litlum útsaumsverkum þar se...

Grilluð lambaspjót
Líf og starf 20. júní 2024

Grilluð lambaspjót

Smellum í einfaldan lambarétt sem hentar vel á grillið hvort sem er heima eða í ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 18. júní 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur verið óvanalega ánægður með sjálfan sig undanfarið og öruggur ...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 14. júní 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Nýr listrænn stjórnandi
Líf og starf 11. júní 2024

Nýr listrænn stjórnandi

Celia Harrison er nýr listrænn stjórnandi Skaftfells, listamið-stöðvar Austurlan...

Hrossagaukur
Líf og starf 11. júní 2024

Hrossagaukur

Hrossagaukur er meðalstór og nokkuð algengur vaðfugl. Það er áætlað að hér séu y...

Geitur til gleði og nytja
Líf og starf 10. júní 2024

Geitur til gleði og nytja

Á Lynghóli í Skriðdal er myndarbýli með um 350 fjár, 80 geitum og 60 nautum. Þeg...

Þörungar, þang og þari
Líf og starf 10. júní 2024

Þörungar, þang og þari

Aukin vakning hefur verið undanfarin ár í vinnslu heilsuafurða úr þörungum, þar ...