Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
„Blómastúlkan“ á Flugumýrarhvammi, Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, sem á heiðurinn af ræktun blómanna og skreytingunum með þeim á fjósinu. Rögnvaldur afþakkaði að vera með á myndinni því hann segir að heiðurinn sé Sigrúnar, ekki sinn. Þau tóku við búinu af foreldrum Rögnvaldar 1987.
„Blómastúlkan“ á Flugumýrarhvammi, Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, sem á heiðurinn af ræktun blómanna og skreytingunum með þeim á fjósinu. Rögnvaldur afþakkaði að vera með á myndinni því hann segir að heiðurinn sé Sigrúnar, ekki sinn. Þau tóku við búinu af foreldrum Rögnvaldar 1987.
Mynd / Aðsend
Líf og starf 12. ágúst 2021

Blómafjósið vekur mikla athygli og fær verðskuldað hrós

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

„Árið 2010 fékk ég gróðurhús og það varð heilmikil bylting fyrir mig.

Strax upp úr því fór ég að setja sumarblóm á fjósveggina og í ker við fjósið.  Þetta hefur aukist töluvert með árunum en hefur verið svipað síðustu fimm  til sex árin. Þannig að sumarið í sumar er svipað og verið hefur.

Ég nota mest hengi-Tóbakshorn (Petuniu) á veggina en blanda ýmsum tegundum saman í kerin. Móðir mín var mjög mikil blóma- og ræktunarkona og við dætur hennar virðumst allar hafa það frá henni. Að rækta sumarblómin veitir mér mjög mikla gleði og ánægju þó vissulega sé þetta talsverð vinna.

Ég er líka með mikið af blómum við íbúðarhúsið og í garðinum,“ segir Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, kúabóndi í Flugu­mýrar­hvammi, aðspurð um öll fallegu blómin við fjósið þeirra Rögnvalds Ólafssonar og dætra þeirra, Þórunnar og Jórunnar.

Kúabú í bland við blómin

Á bænum er kúabú með 32 mjólkandi kýr, kringum 50 fjár, smávegis af hrossum, nokkrar hænur, hundur og köttur, auk myndarlegrar skógræktar.

„Það er að okkar mati gífurlega mikilvægt að ganga vel um og hafa snyrtilegt á bújörðum. Við megum ekki gleyma því að við erum að framleiða matvæli og ásýndin verður bara að vera í lagi.

Við höfum alla tíð lagt áherslu á að ganga vel um og reynt að venja börnin okkar á það líka. Auðvitað hvet ég aðra bændur að hafa snyrtilegt í kringum sig en auðvitað geri ég mér grein fyrir því að það eru ekki allir fyrir blómarækt.

En nokkur blóm í potti við innganginn á útihúsum gera mjög mikið. Og að ganga vel um ættu allir að geta gert. Ráðið frá mér er að það sé gott að venja sig á að ganga alltaf vel um, þá verður þetta ekki eins mikið mál, og ganga vel frá tækjum og vélum,“ segir Sigrún Hrönn enn fremur.

Fallegt og snyrtilegt er um að litast hjá fjölskyldunni í Flugumýrarhvammi þar sem Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, ásamt manni sínum, Rögnvaldi Ólafssyni, og dætrum hafa vakið athygli fyrir blómum skrýtt býli. Þau leggja mikið upp úr því að gengið sé vel um enda ásýnd mikilvæg, ekki síst vegna matvælaframleiðslunnar. 

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands
Líf og starf 16. apríl 2024

Sigurður í Pylsumeistaranum er Kjötmeistari Íslands

Sigurður Haraldsson í Pylsumeistaranum var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkep...

Paella með skelfiski
Líf og starf 16. apríl 2024

Paella með skelfiski

Paella er einfaldur réttur og til í ýmsum útgáfum, grunnurinn þó alltaf sá sami ...

Flugvélarflak í Eyvindarholti
Líf og starf 10. apríl 2024

Flugvélarflak í Eyvindarholti

Við Eyvindarholt undir Eyjafjöllum hefur gömlu flugvélarflaki verið komið fyrir....

„Hann gat ekki beðið“
Líf og starf 10. apríl 2024

„Hann gat ekki beðið“

Bændablaðið er mörgum ansi hjartfólgið enda nýtur blaðið mikils trausts meðal le...

Sefgoði
Líf og starf 10. apríl 2024

Sefgoði

Sefgoði er flækingur af goðaætt og fannst nýverið við Þorlákshöfn. Það er einung...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 8. apríl 2024

Fræ í frjóa jörð

Fræbankar hafa á síðustu árum skotið upp kollinum hér og þar, en Svanhildur Hall...

Skyndibitar fyrir sálina
Líf og starf 5. apríl 2024

Skyndibitar fyrir sálina

Veitingar á vegum úti hafa í gegnum tíðina helst hljóðað upp á undirstöðugóðan a...

Íslensk tunga kveikir elda
Líf og starf 4. apríl 2024

Íslensk tunga kveikir elda

Undir Eyjafjöllunum skín alltaf sól segja sumir. Tíðarfarið, eins og víðast anna...